fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Sjávarútvegsráðherra sver af sér Samherjatengsl – Segist ætla að meta hæfi sitt

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 8. desember 2017 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Mynd/DV

Að sögn Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra, mun hann hugsanlega stíga til hliðar ef upp koma mál sem snerta Samherja. Þetta segir hann í Stundinni í dag. Tengsl Kristjáns Þórs við stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, Samherja, hafa verið til umfjöllunar í fréttum. Kristján var stjórnarformaður fyrirtækisins um aldamótin og hefur sagst farið á sjó á togara Samherja tvívegis, í þinghléum að sumri. Vart þarf að tíunda að Samherji er í krafti stöðu sinnar stærsti hagsmunaaðilinn í sjávarútveginum á Íslandi og því hafa áleitnar spurningar vaknað hvort um hagsmunaárekstur sé að ræða hjá sjávarútvegsráðherra.

 

„Ég tel mig vera hæfan til þess að taka ákvarðanir um málefni sem snerta sjávarútveginn á Íslandi í heild sinni. Komi upp mál sem snerta Samherja sérstaklega mun ég að sjálfsögðu meta hæfi mitt í ljósi framangreinds,“

sagði Kristján í skriflegu svari til Stundarinnar.
Þá segist hann einnig ekki hafa nein fjárhagsleg tengsl við Samherja, sé ekki háður því á nokkurn hátt og hafi enga persónulega hagsmuni af starfsemi þess.

Þá greinir Kristján einnig frá því að Samherji hafi styrkt framboð hans til Alþingis árin 2007 og 2013, fyrst um 500,000 krónur og síðar 100.000 krónur.

Í hagsmunaskrá Kristjáns Þórs á vef Alþingis, kemur fram að hann hafi tvívegis verið háseti á makrílveiðum um borð í Vilhelm Þorsteinssyni, togara Samherja. Engin önnur tengsl við fyrirtækið eru skráð þar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk