fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Sigurður Ingi: „Þennan dag 28. nóvember fékk ég erfiðasta símtal ævinnar“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 28. nóvember 2017 15:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Mynd: Sigtryggur Ari.

„Fyrir 30 árum – bjó ég í Kaupmannahöfn og var þar við nám – akkúrat þennan dag 28. nóvember fékk ég erfiðasta símtal ævinnar, þar sem mér var tilkynnt um að foreldrar mínir hefðu látist í bílslysi í Svínahrauni. Veröldin varð dökk, lífið umsnérist í einni hendingu.“

Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins á Facebook. Þar minnist hann sinnar erfiðustu lífsreynslu, að missa báða foreldra sína í bílslysi. Sigurður Ingi deilir jafnframt frétt frá Samgöngustofu þar sem þeirra er minnst sem hafa látist í umferðinni en um 1500 hafa dáið í umferðarslysum á 100 árum. Sigurður Ingi segir:

Lán okkar systkina var kærleikur og umhyggja fjölskyldu, vina og samfélagsins þar sem við ólumst upp. Án alls þess stuðnings sem allt þetta fólk veitti okkur hefði verið erfitt að komast í gegnum sorgina og alls þess sem beið okkar. Fyrir það verður aldrei fullþakkað. Mér varð hugsað til þessa þegar ég keyrði Svínahraunið í morgun. Foreldrar mínir voru yndislegt fólk sem við söknum. Blessuð sé minning þeirra.

Þá skorar Sigurður Ingi á fólk að fara farlega og passa uppá hvort annað:

Um 1500 manns hafa látist í umferðinni frá því að bílaöldin hófst 1914. Veturinn og myrkrið er oft hættulegasti tíminn. Förum því varlega kæru vinir og pössum hvert annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“