Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna mun í dag funda með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Á fundinum mun Katrín taka við umboði til að mynda ríkisstjórn. Á vef Vísis segir að þó drög liggi fyrir að málefnasamningi á milli flokkanna séu mörg verkefni sem eftir á að ljúka svo hægt sé að mynda ríkisstjórn.
Í Fréttablaðinu kemur fram að Katrín, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson muni í dag funda með öllum þingmönnum, enn einum í einu. Þar verði rætt skipun ráðuneyta og mögulega ráðherraefni. Þá segir að formenn hafi gætt þess mjög að greina ekki þingmönnum frá heildarmyndinni og líklegt sé að mögulega ráðherraefni verði kynnt á fimmtudag. Er mögulegt að ný stjórn líti dagsins ljós í þessari viku.