fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Katrín brött: Stjórnin getur orðið samfélaginu öllu til heilla

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 28. nóvember 2017 13:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er bara mjög brött fyrir þetta stjórnarsamstarf og ég held þetta geti orðið þjóðinni og samfélaginu öllu til heilla.“

Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna á blaðamannafundi á Bessastöðum. Katrín er nú með umboð frá forseta Íslands til stjórnarmyndunar. Allar líkur eru á að ný ríkisstjórn verði mynduð á fimmtudag. Ekki er ljóst hvaða þingmenn verða ráðherra en Katrín myndi þó taka við forsætisráðuneytinu.

„Við fórum bara yfir … ég gaf honum skýrslu um stöðu þessara stjórnarmyndunarviðræðna. Það liggur fyrir að stjórnarsáttmáli liggur fyrir í grófum dráttum og hann verður borinn upp undir okkar flokksstofnanir á morgun, miðvikudag. Og þær munu þá taka hann til afgreiðslu. Og það liggur líka fyrir að við formenn flokka sem hafa setið við þetta borð, það er okkar sameiginlega niðurstaða að ég muni fá umboð forseta Íslands og forseti Íslands hefur veitt mér það á þessum fundi.“

Þá sagði Katrín að ætti eftir að koma í ljós hvort allir myndu styðja stjórnarsáttmálann.

„Stjórnarsáttmálinn verður borinn undir okkar flokksráð á morgun í kjölfarið verður þingflokksfundur þar sem við munum síðan ganga með endanlegum hætti þingflokksins á málinu,“ sagði Katrín á blaðamannafundinum. „Þá mun Vg funda með þingmönnum og hlusta eftir þeirra sjónarmiðum áður en tekið verður til formlegrar afgreiðslu.“

Katrín greindi einnig frá því að stjórnarandstöðunni hefði verið boðin formennska í þremur nefndum.

„Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, umhverfis- og samgöngunefnd og velferðarnefnd. Þau eiga eftir að svara okkur með það hvort þau hyggist þiggja það,“ sagði Katrín og bætti við aðspurð hvort hún teldi að tilboðinu yrði tekið:

„Ég hef tekið mark á því sem þau hafa sagt að þau vilji taka þátt í því að breyta vinnubrögðum á Alþingi þannig ég trúi ekki öðru en að það verði.“

Hér má sjá blaðamannafundinn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“