fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Flestir vilja Katrínu sem næsta forsætisráðherra

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 27. nóvember 2017 14:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnun fyrirtækisins Zenter vilja að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði næsti forsætisráðherra.

Stuðningshópur Katrínar lét fyrirtækið gera könnun um viðhorf landsmanna til þess hver ætti að verða næsti forsætisráðherra.

Könnunin sem um ræðir var gerð dagana 10. til 21. nóvember síðastliðinn og var úrtakið 2048 manns. Spurt hvar: „Hvern eftirfarandi myndir þú vilja sjá sem næsta forsætisráðherra Íslands?“ og gátu svarendur valið úr hópi forystumanna íslenskra stjórnmálaflokka.

Af þeim sem tóku afstöðu vildu 49,5% svarenda sjá Katrínu Jakobsdóttur sem næsta forsætisráðherra en næst á eftir vildu 20,5% sjá Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og svo 10,2% Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins.
Aðrir forystumenn fengu minna en 10%; Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (7,6%), Logi Einarsson (5,5%), Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (3,1%), Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (2,0%) og Inga Sæland (1,7%).

Um var að ræða netkönnun meðal könnunarhóps Zenter rannsókna. Svarendur voru 1.061 og var svarhlutfall því 52%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“