fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Oddviti Sjálfstæðisflokksins: Það eru röng viðbrögð að gera lítið úr upplifun kvenna

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 24. nóvember 2017 18:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Mynd/DV

Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að viðbrögðin við umræðunni um kynferðislega áreitni verði að vera þau að læra af umræðunni og að skilja að upplifun hverrar og einnar konu sé hennar persónulega reynsla og það séu röng viðbrögð að gera lítið úr slíkum upplifunum.

Nokkuð hefur borið á því í umræðunni í dag að gert sé lítið úr upplifunum kvenna og að túlka megi margar sögurnar sem misskilning eða óþarfa viðkvæmni gagnvart sakleysislegum athugasemdum. Halldór segir rangt að gera lítið úr reynslu kvenna sem þær svíði undan:

Viðbrögðin verða að vera þau að við lærum af þessari umræðu og skiljum að upplifun hverrar og einnar konu er hennar eigin persónulega reynsla sem svíður undan og því eru röng viðbrögð að gera lítið úr slíkri upplifun eins og því miður hefur orðið vart við nú þegar,

segir Halldór í pistli hér á Eyjunni. Í upphafi stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga í morgun setti hann málið á dagskrá og samþykkti stjórnin eftirfarandi bókun:

Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum á Íslandi hafa tekið undir merkjum „Í skugga valdsins“ og hvetur sveitarstjórnir landsins til að taka þátt í umræðu um kynferðisofbeldi og áreiti og hvernig koma megi í veg fyrir slíkt athæfi á vettvangi stjórnmála og á vinnustöðum sveitarfélaga. Nauðsynlegt er að öll sveitarfélög setji sér formlega stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni enda er slík hegðun ólíðandi með öllu. Þau sveitarfélög sem ekki hafa gert slíkt eru hvött til að nýta sér sem fyrirmynd stefnu og viðbragðsáætlun sambandsins í þessu efni sem aðgengileg er á heimasíðu þess.
Stjórnin samþykkir einnig að málefnið verði tekið til sérstakrar umfjöllunar á landsþingi sambandsins á næsta ári og verði einnig hluti af því námsefni sem kennt verður á námskeiðum fyrir sveitarstjórnarmenn í kjölfar næstu sveitarstjórnarkosninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“