Konur í stjórnmálum hafa undanfarna viku deilt með sér tæplega 140 sögum sem nú verið sendar á fjölmiðla. Má þar meðal annars finna sögur úr nýstaðinni kosningabaráttu. Gerendurnir eru ekki nafngreindir í sögunum, né í hvaða stjórnmálaflokkum þeir eru. Konurnar sem um ræðir eru heldur ekki nafngreindar í flestum tilvikum. Í sameiginlegri áskorun hópsins, Í skugga valdsins, er þess krafist að allir karlar taki ábyrgð og að allir stjórnmálaflokkar taki málunum af festu og lofi konum að þær þurfi ekki að þegja meir því þær muni fá stuðning.
Hér fyrir neðan má lesa um þrjú atvik sem kom fyrir sama frambjóðandann úr nýafstaðinni kosningabaráttu:
Mæti í grænum kjól á viðburð í tengslum við kosningarnar. Eldri maður kemur að mér og segir: „Vertu sem mest í þessu græna pilsi í kosningabaráttunni“ með ákveðinn svip. Fór ekki í þennan kjól eftir það!
Er í vinnustaðaheimsókn með oddvita framboðsins (ég skipaði 2. sætið) á karlavinnustað. „Flott hjá þér að hafa eina svona fallega með þér“. Ég svaraði: „Ég er nú ekki í þessu til þess að vera til skrauts“.
Erum í annarri vinnustaðaheimsókn á karlavinnustað að dreifa bæklingum með mynd af oddvita framboðsins ásamt formanni og varaformanni flokksins. „Af hverju er ekki mynd af þér þarna? Þú ert miklu sætari heldur en…“