fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Frambjóðandi í 2.sæti var áreitt í þrígang í nýafstaðinni kosningabaráttu

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 24. nóvember 2017 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Sigtryggur Ari

Konur í stjórnmálum hafa undanfarna viku deilt með sér tæplega 140 sögum sem nú verið sendar á fjölmiðla. Má þar meðal annars finna sögur úr nýstaðinni kosningabaráttu. Gerendurnir eru ekki nafngreindir í sögunum, né í hvaða stjórnmálaflokkum þeir eru. Konurnar sem um ræðir eru heldur ekki nafngreindar í flestum tilvikum. Í sameiginlegri áskorun hópsins, Í skugga valdsins, er þess krafist að allir karlar taki ábyrgð og að allir stjórnmálaflokkar taki málunum af festu og lofi konum að þær þurfi ekki að þegja meir því þær muni fá stuðning.

Hér fyrir neðan má lesa um þrjú atvik sem kom fyrir sama frambjóðandann úr nýafstaðinni kosningabaráttu:

Mæti í grænum kjól á viðburð í tengslum við kosningarnar. Eldri maður kemur að mér og segir: „Vertu sem mest í þessu græna pilsi í kosningabaráttunni“ með ákveðinn svip. Fór ekki í þennan kjól eftir það!

Er í vinnustaðaheimsókn með oddvita framboðsins (ég skipaði 2. sætið) á karlavinnustað. „Flott hjá þér að hafa eina svona fallega með þér“.  Ég svaraði: „Ég er nú ekki í þessu til þess að vera til skrauts“.

Erum í annarri vinnustaðaheimsókn á karlavinnustað að dreifa bæklingum með mynd af oddvita framboðsins ásamt formanni og varaformanni flokksins. „Af hverju er ekki mynd af þér þarna? Þú ert miklu sætari heldur en…“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“