fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Eyjan

Oktavía Hrund kjörin formaður Pírata i Evrópu

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2017 10:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oktavía Hrund Jónsdóttir.

Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina. Oktavía er varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi og alþjóðafulltrúi framkvæmdaráðs Pírata á Íslandi. Hún er með MA gráðu í alþjóðlegri þróunarfræði og samskiptum frá Hróarskelduháskóla. Oktavía situr í stjórn Freedom of the Press Foundation og síðstu ár hefur hún starfað við baráttu fyrir tjáningarfrelsi, friðhelgi einkalífsins og almennum mannréttindum á vegum alþjóðlegra stofnana víða um heim, til að mynda í Berlín, Kaupmannahöfn, Washington DC og á stríðshrjáðum svæðum í þróunarlöndunum.

Píratar í Evrópu, European Pirate Party – PPEU, samanstanda af Píratahreyfingum í 20 löndum, þar á meðal Svíþjóð, Tékklandi, Belgíu og Póllandi,  auk Félags ungra Pírata í Evrópu.

Ég er stolt og klökk yfir því að hafa fengið tækifæri til að taka við sem formaður Pírata í Evrópu. Ég hlakka til að sýna forystu og leiða okkur saman inn í framtíðina okkar, framtíð Evrópu,

segir Oktavía.

Píratahreyfingin er alþjóðleg hreyfing. Hún er hvorki til hægri né vinstri heldur áfram og inn í framtíðina. Að Íslendingar hafi nú fengið tvö sæti í stjórninni er til marks um það traust sem okkur er sýnt. Þessu tökum við alvarlega og af auðmýkt.

Oktavía tekur við formennskunni af Smára McCarthy, þingmanni Pírata, en reiknað hafði verið með því að hörð barátta yrði um formannssætið eftir að Píratar í Tékklandi stórjuku fylgi sitt í tékknesku þingkosningunum nú í haust.

Auk Oktavíu var Hrafndís Bára Einarsdóttir kjörin í stjórn Pírata í Evrópu um helgina. Hrafndís Bára var í 3. sæti hjá Pírötum í Norðausturkjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar. Hún er menntaður viðburðastjóri og starfar við Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?