fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Eyjan

Samtök atvinnulífsins segja kominn tíma til að stytta grunnskólanám: Getur mildað áhrif kennaraskorts

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 20. nóvember 2017 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty images

Samtök atvinnulífsins segja það vera kominn tími til að skoða af alvöru að stytta grunnskólanám um eitt ár. Fram kemur í grein á vef SA að það kunni að felast verðmæt tækifæri í að láta grunnskólann ná aðeins upp í 9.bekk, þar á meðal sé hægt að hægt að hækka laun kennara og milda áhrif fyrirsjáanlegs kennaraskorts þar sem stór hópur kennara hverfur brátt af vinnumarkaði. SA hefur lengi talað fyrir styttingu grunnskóla- og framhaldsskólanáms en framhaldsskólanám hefur verið stytt um eitt ár:

Með styttingu grunnskóla um eitt ár mætti koma til móts við kennaraskort, enda kalla færri nemendur á færri kennara. Meðalstærð árgangs í íslenskum grunnskólum er um 4.300 nemendur sé miðað við árin 2012-2016 þó að yngstu bekkir hafi farið stækkandi á þessu tímabili. Í árslok 2016 voru grunnskólanemar 44.527 talsins. Ef gert er ráð fyrir styttingu náms um eitt ár eru nemendur að jafnaði 9 ár í grunnskóla og því má gera ráð fyrir að fjöldi grunnskólanemenda væri nær 40.000 nemendum, sem er, eðli máls samkvæmt, um 10% fækkun nemenda,

segir í grein SA. Ef fjárframlög yrðu ekki lækkuð í takt við fækkun nemenda þá væri hægt að hækka laun kennara um 10%. Segir SA tímabært að stytta grunnskólanám:

Í þeim efnum þarf að leita skynsamlegra lausna, en það er ýmislegt sem bendir til þess að góð tækifæri séu fólgin í því að stytta grunnskólastigið um eitt ár og gera það betra fyrir nemendur og starfsfólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar