fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Píratar vinna við að bjarga heimasíðu Sjálfstæðisflokksins

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 20. nóvember 2017 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smári McCarthy þingmaður Pírata og skjáskot af vef Sjálfstæðisflokksins áður en hann hrundi. Samsett mynd/DV

Þingmenn og áhrifamenn innan Pírata vinna nú að því að bjarga vefsíðum vefhýsingarfyrirtækisins 1984 sem hrundi í síðustu viku. Margar vefsíðu fóru illa út úr hruninu, þar á meðal vefur Eiríks Jónssonar sem og vefir Pírata og Sjálfstæðisflokksins. Fram kom í twitter-færslu frá 1984 í gær að þingmennirnir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy ynnu að því að bjarga því að bjarga verður. Segir Smári á Fésbók að hann hafði hugsað sér að gera eitthvað annað um helgina en að stundum geri plönin sig ekki sjálf:

Ég er búinn að vera að hjálpa til við björgunaraðgerðir hjá 1984, enda góðir vinir mínir sem reka það fyrirtæki og þjónusta þeirra heldur uppi mjög stórum hluta vefsíðna á Íslandi. Þetta er eitt alvarlegasta og skrýtnasta kerfishrun sem ég hef séð. Það er búið að vera helvítis hark að koma þessu upp, en þetta gengur samt alveg ágætlega, og stefnir í að helmingur allrar þjónustu sé komin upp,

segir Smári og bætir við:

Það er samt alveg gífurlega mikið verk eftir, og ég vona að fólk haldi áfram að sýna þessum vinum mínum þolinmæði.

Mörður Ingólfsson framkvæmdastjóri 1984 er áhrifamaður innan Pírata. 1984 hýsir þúsundir vefsíðna og er hluti þeirra kominn aftur í gagnið. Þegar þetta er skrifað liggur vefur Sjálfstæðisflokksins ennþá niðri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“