fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Eyjan

Konur og ungt fólk detta út, stútungskarlar koma inn

Egill Helgason
Sunnudaginn 29. október 2017 08:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt og annað vekur athygli við kosningaúrslitin. Náttúrlega sigur Miðflokksins og Flokks fólksins. Hversu illa skoðanakannanir standast. Að Framsókn skuli þrátt fyrir allt halda sínu síðan síðast. Það er varnarsigur. Framsókn og Miðflokkur eru samtals með 21 prósent. Að kosningasigur VG gufaði upp, varð ekki að neinu, flokkurinn bætir ekki við sig nema einu prósentustigi. Að Sjálfstæðisflokkurinn skuli fá næstverstu kosningu í sögu sinni, þótt hann sé stærstur. Samfylkingin tvöfaldar fylgi sitt, en sá flokkur er líka með næstverstu kosningu frá því hann var stofnaður.

Svo er hitt að inn á þing ryðst nokkur fjöldi fullorðinna karla – manni liggur við að segja stútungskarla. Konum fækkar á þingi og ungu fólki líka. Það segir manni náttúrlega að konur og ungt fólk voru ekki á nógu góðum stöðum á framboðslistunum, kynjahlutföllin eru þó betri vinstra megin en hægra megin. Í þingliði Sjálfstæðisflokksins verða líklega 12 karlar og 4 konur, en hjá VG 6 konur og 5 karlar.

Fyrirheit um vinstri stjórn brugðust algjörlega og þótt Sjálfstæðisflokkurinn tapi 5 þingmönnum verður erfitt að mynda stjórn án hans. VG, Samfylking, Framsókn og Píratar ná 32 þingmönnum. Það er minnsti hugsanlegi meirihluti og þyrfti væntanlega einn flokk til í ríkisstjórn.

Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Miðflokkur og Flokkur fólksins (eða Viðreisn) eru hins vegar með 35 þingmenn. Það dugar vel, ef á annað borð er hægt að mynda slíka stjórn.

En svo er líka möguleiki á stjórn yfir miðjuna. Sjálfstæðisflokkur, VG og Framsókn eru með 35 þingmenn.

(Skrifað þegar enn á eftir að telja einhver atkvæði í Norðvesturkjördæmi.)

 

Skýringamynd af vef RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“