fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Eyjan

Áslaug ósátt og Steingrímur biðst afsökunar

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 12. október 2017 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingrímur J. Sigfússon oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs baðst afsökunar á  að hafa kallað Sjálfstæðisflokkinn fatlaðan. DV greindi frá því í gærkvöldi að Steingrímur hefði látið umdeild ummæli falla á pallborðsfundi með nemendum Menntaskólans á Akureyri.

Steingrímur var spurður hvort Vinstri græn myndu mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar, sagði hann þá orðrétt:

„Við viljum mynda vinstristjórn, félagshyggjustjórn, sem fer af stað með sterka uppbyggingaráætlanir fyrir landið og velferðarkerfið og ég sé ekki að það verði auðvelt að koma því af stað með Sjálfstæðisflokknum, sem er eins og kunnugt er fatlaður og getur ekki aflað tekna.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins var ósátt við þetta. Áslaug, sem á systir sem hefur tekist á við erfið veikindi lét í sér heyra:

„Ég ætla að frábiðja mér því að pólitíkusar tali með þeim hætti að líkja einhverjum sem þeim líkar ekki við fatlaða einstaklinga. Það er fáránlegt. Við tölum ekki um að flokkar séu fatlaðir,“

Uppskar Áslaug Arna hávært klapp úr salnum. Steingrímur baðst svo afsökunar á ummælum sínum á fundinum og hefur síðan þá ítrekað afsökunarbeiðni sína, segir Steingrímur að honum hafi orðið á:

„Það er að sjálfsögðu óviðeigandi og óásættanlegt orðaval af minni hálfu.“

Hér má sjá myndskeið þar sem ummælin féllu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“