fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Ný sýn í skipulagsmálum – Brú yfir Skerjafjörð

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 19. september 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skjáskot úr myndinni. Bíll kemur akandi frá Vesturbæ Reykjavíkur yfir á Álftanes.

Björn Jón Bragason, áhugamaður um skipulagsmál, hefur í nýrri heimildarmynd velt upp möguleikum á brú yfir Skerjafjörð, svokallaðri Skerjabraut. Björn segir að öllum megi ljóst vera að bæta þurfi verulega umferðarflæðið um borgina, enda helstu stofnbrautir löngu sprungnar.

„Þetta hefur haft í för með sér að verslun og þjónusta færist sífellt fjær miðbænum og suður í Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð. Afleiðing þessa er sú að við erum sífellt lengur á leiðinni milli staða og rekstur almenningssamgangna er orðinn alveg vonlaus,“

segir Björn Jón í samtali við Eyjuna. Hann telur að ein besta leiðin til að bæta samgöngur á þessu svæði sé að brúa Skerjafjörð, en það skipti líka máli út frá öryggissjónarmiðum að búa til nýjar gatnatengingar. Hann segir landamæri sveitarfélaga hafa torveldað heildarsýn í skipulagsmálum sveitarfélaga:

Ef öll landamæri eru fjarlægð blasir við okkur að Skerjafjörðurinn er miðpunktur Stór-Reykjavíkursvæðisins. Gestur Ólafsson, skipulagsfræðingur og arkítekt, benti á það fyrir bráðum hálfri öld að tenging yfir Skejafjörð væri mjög álitlegur kostur til að tengja þetta svæði betur saman og nýta byggingarland á Álftanesi, sem þá yrði aðeins steinsnar frá miðbæ Reykjavíkur.

Svona sér Björn Jón fyrir sér að brúin myndi liggja yfir Lönguskerin, en brúin yrði að langmestu leyti á uppfyllingu.

Í myndinni, sem frumsýnd var í þættinum Hrafnaþingi á ÍNN í kvöld, er sýnt hvernig brú á þessum slóðum yrði að langmestu leyti á uppfyllingum, enda miklar grynningar á Skerjafirði.

Þetta mannvirki yrði alltaf miklu ódýrara í framkvæmd en þær aðrar lausnir sem bent hefur verið í samgöngumálum, svo sem borgarlína eða Sundabraut. Ég tel líka brýnt að við leitum leiða til að greiða fyrir hvers konar umferð allra tegunda farartækja, þar með talið bíla.

Mynd Björns Jóns Bragasonar sagnfræðings ræðir mögulegt íbúahverfi úti á Lönguskerjum.

Úti á Skerjafirði eru Löngusker, fyrir nokkrum árum kom Trausti Valsson skipulagsfræðingur fram með hugmyndir um að þar yrði lagður flugvöllur. Í myndinni kemur Trausti fram með nýja hugmynd um mikla byggð úti á Lönguskerjum, sem yrði staðsett mjög miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.

„Með vegtengingu yfir Skerjafjörð væri stór hluti umferðar tekin út fyrir byggð, en mikil mengun og ónæði hlýst af umferðarþunga í Hlíðunum eins og allir þekkja. Garðbæingar og Hafnfirðingar yrðu mun skemur á leiðinni til Reykjavíkur, en brautin lendir í næsta nágrenni við stærstu vinnustaði landsins, Háskólana tvo, Landspítalann, stjórnsýsluna, flugvöllinn, auk margs konar verslunar og þjónustu,“

segir Björn Jón. Álftanes er að stærstum hluta óbyggt land, en í myndinni bendir Björn Jón á möguleika á uppbyggingu fjölmenns íbúahverfis þar sem yrði eins konar Suðurbær Reykjavíkur með brú yfir Skerjafjörð. Þar með væri hægt að byggja fjölmennt íbúðahverfi miðsvæðis án þess að skerða núverandi flugvallarsvæði.

Björn Jón bendir reyndar líka á að ná mætti enn meiri sátt um flugvöllinn með því að hnika til neyðarbrautinni og færa hana út í sjó. Full nýting fengist þannig áfram á völlinn án þess að skertir yrði möguleikar á uppbyggingu á Valssvæðinu.

Ég er sannfærður um að með brú yfir Skerjafjörð og mikilli uppbyggingu á Álftanesi getum við á næstu árum og áratugum byggt upp miklu skemmtilegri borg.

Myndin er rúmlega 10 mínútna löng og gaf Björn Jón Eyjunni góðfúslegt leyfi að birta hana í heild:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki