fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Minnstu birgðir kindakjöts í fimm ár

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 17. september 2017 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgðir af kinda- og lambakjöti í landinu virðast miklu minni en látið hefur verið í veðri vaka.

Birgðir af kindakjöti síðasta árs þann 1. september síðastliðinn voru 1.063 tonn.  Það er minna en á sama tíma í fyrra. Þá voru brigðirnar 1.262 tonn. Mælt í prósentum þá eru birgðir við upphaf sláturtíðar nú 16,6% minni á en í fyrra. Frá þessu er greint á heimasíðu Landssamtaka sauðfjárbænda (saudfe.is).

Frá þeim birgðum sem voru til í byrjun þessa mánaðar munu dragast 500 til 600 tonn áður en nýtt kjöt kemur að fullu á markað en sala á innanlandsmarkaði er um 560 tonn á mánuði að meðaltali. Umframbirgðir af kjöti frá sláturtíðinni haustið 2016 verða því um 500 tonn þegar upp er staðið eða rétt tæplega eins mánaðar sala. Þessar birgðir eru um 5% af heildarframleiðslunni sem er um 10 þúsund tonn ári.

 

Erfiðar ytri aðstæður

Undanfarinn misseri hefur íslensk sauðfjárrækt tekist á við lokun Noregsmarkaðar, afleiðingar Úkraínudeilunnar, tæknilega lokun Rússlandsmarkaðar, fall breska pundsins vegna Brexit og hátt gengi íslensku krónunnar. Áætlað er að markaðir fyrir 1.500 til 2.000 tonn af kjöti hafi lokast eða laskast verulega.

Sala innanlands jókst í fyrra um 331 tonn eða 5,2%. Fyrstu átta mánuði þessa árs jókst innanlandssalan  um 369 tonn eða 9,6%. Samanlögð aukning á sölu innanlands er því um 700 tonn frá ársbyrjun 2016. Helstu ástæður þessa er markaðssetning gagnvart erlendum ferðamönnum með samstarfi við um 100 veitingastaði og öflugri herferð á samfélagsmiðlum.

Aðgerðir sem gripið var til síðasta vetur í tengslum við sérstakt markaðsátak sem Alþingi lagði 100 milljóna króna aukafjárveitingu inn í hafa skilað sölu upp á um 850 tonn. Að auki hefur samstarfsverkefni í Japan skilað sér í um 170 tonna sölu og útlit er fyrir metár í sölu til Bandaríkjanna.

 

Áfram ástæða til aðgerða

„Samanlagt nemur aukin innanlandssala, Japansverkefnið og sérstaka átaksverkefnið um 1.720 tonnum. Þannig hefur því tekist með samstilltum aðgerðum að forða því að hér myndist verra ástand. Þrátt fyrir góðan árangur af markaðsstarfi og sérstökum aðgerðum sem gripið var til vegna erfiðra utanaðkomandi aðstæðna þarf enn að gera betur. Breska pundið er enn lágt, Rússlands- og Noregsmarkaðir enn lokaðir og gengi krónunnar enn hátt. Því er nauðsynlegt að halda áfram því árangursríka starfi sem unnið hefur verið á undanförnum misserum í samvinnu bænda, afurðastöðva, stjórnvalda og Icelandic lamb,“ segir á vef Landssambands sauðfjárbænda.

Birtist í landshlutafréttablaðinu Vesturlandi:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar