„Við verðum algjörlega klár í öll kjördæmi. Eins og áður stefnum við líka ótrauð á borgina og sveitarstjórnarkosningar en við byrjum þarna fyrst mál hafa skipast svona,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í viðtali við DV. Undirbúningsvinna fyrir hinar óvæntu haustkosningar er komin á fulla ferð í flokknum en kosningarnar koma ekki á slæmum tíma fyrir flokkinn sem hefur verið að fá áhugaverðar mælingar í skoðanakönnunum.
[ref]http://www.dv.is/frettir/2017/9/16/flokkur-folksins-verdur-klar-i-kosningar/[/ref]