Bogi Ágústsson fréttamaður Ríkisútvarpins, og einn sá reyndasti í blaðamannastétt á Íslandi, lýsir því yfir í færslu sinni á Facebook nú í kvöld að það sé honum ofviða að útskýra atburðarásina í stjórnmálum hér á landi fyrir starfssystkinum sínum í útlöndum.
Bogi skrifar í athugasemdum við færslu sína að nokkrir erlendir fréttamenn hafi haft samband við sig til að spyrja tíðinda og fá útskýringar á því hvað sé nú í gangi uppi á Íslandi.
Fréttamaðurinn og fréttaþulurinn, sem hefur meðal annars gegnt stöðu fréttastjóra, skifar í athugasemdum við færsluna að hann svari þessum fyrirspurnum bara með þeim orðum að hann sé í fríi.
Færsla Boga er hér fyrir neðan:
https://www.facebook.com/bogi.agustsson/posts/10154835849816516