„Þingmenn sitja á löggjafarþingi í umboði þjóðarinnar. Gjáin milli þings og þjóðar hefur breikkað of mikið. Traustið er allt of rúið. Sú þróun hefur verið raunin síðastliðin ár. Það er hlutverk stjórnmálamanna að snúa við þeirri þróun, en ekki gera illt verra.“
Þetta segir yngsti þingmaður þjóðarinnar, Bjarni Halldór Janusson sem situr á þingi fyrir Viðreisn. Þá segir Bjarni Halldór:
„Háttsemi fulltrúa Sjálfstæðisflokksins hefur að undanförnu verið þess eðlis að sjálfsagt þykir að boða til kosninga, svo þjóðin hafi sitt að segja. Sú leyndarhyggja sem einkennt hefur framgang þeirra er ekki bara ótrúleg vanvirðing gagnvart brotaþolum alvarlegra glæpa, heldur einnig siðferðislega óafsakanleg gagnvart samfélaginu öllu.“
Bjarni bætir við að lokum:
„Í krafti orða sinna og gjörða hafa stjórnmálamenn mikið vald, meðal annars með þeim skilaboðum sem þeir senda með orðum sínum og gjörðum. Við viljum ekki senda þau skilaboð sem ofangreind leyndarhyggja sendir, heldur þvert á móti viljum við standa gegn hvers kyns þöggun og gera allt sem í valdi okkar stendur til að breyta kerfinu, svo tekið sé af hörku á þessu alvarlega samfélagsmeini sem kynferðisfbeldi er.“