„Yfirhylmingar ráðherra í barnaníðsmáli. Verra getur það vart orðið. Sjálfstæðisflokkurinn er svo baneitraður núna að enginn flokkur getur komið nálægt honum,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson ritstjóri Vesturlands og fv. alþingismaður.
Magnús Þór var frambjóðandi Flokks fólksins í kosningunum í fyrra og er líklegur til að verða alþingismaður ef kosið verður fljótlega, miðað við fylgi flokksins í skoðanakönnunum.
Magnús Þór segir á fésbókinni að fróðlegt verði að sjá hvernig erlendir fjölmiðlar fjalla um þetta mál.
„Það er stjórnarkreppa í landinu og eina lausnin er nýjar kosningar. Orðspor og heiður Íslands liggur undir,“ segir Magnús Þór.