fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Eyjan

Sigríður Andersen: „Stórkostlegt ábyrgðarleysi af hendi þessa litla flokks“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 15. september 2017 08:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að ákvörðunin um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu komi sér mjög á óvart og lýsi stórkostlegu ábyrgðarleysi af hálfu Bjartrar framtíðar.

Sigríður sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 nú í morgun að hún skilji ekki hvernig það að tjá Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í júlí að faðir hans hafi gefið dæmdum barnaníðing umsögn en ekki hinum ráðherrum ríkisstjórnarinnar geti talist trúnaðarbrestur líkt og Björt framtíð vill meina. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar hefur þó gefið það út að hann hafi vitað af því síðan á mánudag að faðir Bjarna hafi veitt umsögn, en ekki fyrir hvaða mann eða fyrir hvað sá maður var dæmdur.

Mér finnst þetta lýsa stór­kost­legu ábyrgð­ar­leysi af hendi þessa litla flokks,

sagði Sigríður í morgun. Hefði hún viljað að Björt framtíð hefði beðið þangað til Bjarni hefði tjáð sig um málið, ræddi hún við Bjarna í nótt, Bjarni hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið frá því að greint var frá því síðdegis gær en hann hyggst ræða það síðar í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga