fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Líklegast að boðað verði til kosninga fyrr en síðar: „Bjarni er auðvitað stórlaskaður“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 15. september 2017 07:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Samsett mynd/DV

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er stórlaskaður og það er engin biðröð af formönnum annarra flokka sem vilja mynda með honum ríkisstjórn. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri í samtali við Eyjuna nú í morgun. Honum rekur ekki minni í að sambærileg staða hafi komið upp áður í íslenskum stjórnmálum, að mál í kringum forsætisráðherra valdi stjórnarslitum. Varðandi hvað muni gerast nú segir Grétar Þór:

Það var mjög erfitt að mynda ríkisstjórn í fyrra. Og það er ekki auðveldara nú, vegna þess að það er minni eftirspurn eftir því að vinna með stærsta flokknum, Bjarna og félögum, heldur en var þá. Þannig að það er spurning hvort að þetta verði leyst með kosningum, annað hvort eins fljótt og hægt er eða í vor, með sveitarstjórnarkosningunum. Það er einn möguleiki, Svíar kjósa svoleiðis en við höfum hins vegar ekki hefð fyrir því,

segir Grétar. Ef boðað yrði til kosninga, líkt og er vilji þingflokks Viðreisnar, þá gæti Sjálfstæðisflokkurinn setið í minnihlutastjórn fram að kosningum:

Svo er auðvitað spurning hvort að menn finni eitthvert meirihlutamynstur sem liggur í spilunum. Formaður Viðreisnar er búinn að leggja til að það verði kosið, ég veit ekki hvort að það verði mjög hagstætt fyrir Viðreisn, ekki Bjarta framtíð heldur. Samfylkingin hefur sennilega áhuga á því að það verði kosið.

Á þessari stundu virðist sem að það verði boðað til kosninga fyrr en síðar segir Grétar:

Bjarni er auðvitað stórlaskaður eftir þetta, ekki flokkurinn endilega en þetta getur bitnað á flokknum. Ég held að menn standi ekki í biðröðum eftir samstarfi við forsætisráðherra. Það liggur held ég ekki í spilunum, ekki eftir þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar