fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Brynjar æfur: „Menn fara alltaf á taugum“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 15. september 2017 11:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/DV

„Mér finnst einboðið að Alþingismenn standi í lappirnar. Skyldur manna er að reyna að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Ekki alltaf að hlaupast undan merkjum. Það er ekki alltaf einfalt og það er erfitt. Hlaupa svo til og kjósa. Af hverju heldur þú að menn vilji kjósa núna? Af því að menn halda að það sé lag að ná einhverju fylgi,“ sagði Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Brynjar átti þar á hvössum orðaskiptum við Sigmar Guðmundsson þáttastjórnanda og stóð fastur á sínu máli að engin leyndarhyggja hafi átt sér stað í kringum það að dæmdir barnaníðingar hafi fengið uppreista æru heldur hafi aðeins verið farið að lögum og stjórnsýslureglum.

Vandaði hann Viðreisn og Bjartri framtíð ekki kveðjurnar, sagði hann að ríkisstjórnin sé ekki að springa vegna meints trúnaðarbrests heldur öðrum hlutum:

Ég held að hún [ríkisstjórnin] sé að springa út af því að menn eru farnir á taugum yfir litlu fylgi í skoðanakönnunum, og miklum mótbyr. Menn fara alltaf á taugum. Það er bara vandamálið hjá sumum flokkum – að geta ekki staðið í lappirnar. Enda eru þetta oft ekki neinir flokkar, þetta er bara einhver hópur manna sem hefur ekkert bakland og hefur ekkert súbstans til að standa í þessu og fer bara á taugum,

segir Brynjar. Hann segir umræðuna hafa verið afvegaleidda og nú ætli Viðreisn og Björt framtíð að láta Sjálfstæðisflokkinn sitja með málið á fanginu:

Öll þessi umræða snýst um einhverja leyndarhyggju og eitthvað samsæri, það er ekkert svoleiðis í gangi og hefur aldrei verið. Menn eru að reyna að fara eftir eðlilegum stjórnsýslureglum og eðlilegum reglum um vernd persónuupplýsinga og málið er farið að snúast um eitthvað allt annað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?