fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Atvinnurekendur gagnrýna hækkanir harðlega: Jöfnun gjalda er yfirvarp fyrir skattahækkanir

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 14. september 2017 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd/DV

Fyrirhugaðar hækkanir á áfengis- og eldsneytisgjöldum eru aðeins yfirvarp fyrir hækkun skatta á einstaklinga og fyrirtæki. Þetta kemur fram á ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda frá því í dag. Lýsir stjórnin yfir vonbrigðum með að engar breytingar séu fyrirhugaðar á tryggingagjaldi fyrirtækja, hækkunin eftir hrun hafi átt að vera tímabundin. Hins vegar er stjórnin ánægð með áætlaða samræmingu á virðisaukaskattsþrepum.

Stjórnin gagnrýnir fyrirhugaðar hækkanir á áfengisgjaldi og eldsneytisgjöldum harðlega:

FA lýsir skilningi á sjónarmiðum um að jafna gjöldin, en bendir á að það er ekki alltaf nauðsynlegt að jafna gjöld með því að hækka þau lægri. Það má líka lækka há gjöld eða jafnvel mætast á miðri leið. „Jöfnun“ af þessu tagi er aðeins yfirvarp fyrir hækkun skatta á fyrirtæki og einstaklinga,

segir í ályktuninni, þar segir jafnframt:

Skattlagning á áfengi á Íslandi er löngu komin út úr öllu korti. Stjórnmálamenn virðast líta svo á að kaupendur þessarar einu neysluvöru megi skattpína endalaust. Gríðarleg hækkun á gjöldum á léttvín er ekki í neinu samræmi við málflutning núverandi stjórnarflokka um hóflega skattheimtu. Stjórn FA hvetur Alþingi til að endurskoða þessi áform.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar