fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Hækka útgjöld til heilbrigðis og velferðarmála um 4,6%

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 12. september 2017 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Í fjárlögum ríkisstjórninarinnar munu heilbrigðis- og velferðarútgjöld hækka um 4,6% umfram launa- og verðlagsþróun. Framlög til byggingar nýs Landspítala verða 2,8 milljarða króna og hækka um 1,5 milljarða króna frá fjármálaáætlun, er gert ráð fyrir að bygging hefjist á næsta ári. Einnig á að styrkja heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað, t.d. með fjölgun sálfræðinga. Barna- og unglingageðdeild Landspítala verður styrkt sérstaklega og sálfræðingum á heilsugæslu, geðheilsuteymum og meðferðarúrræðum við geðvanda fjölgað, áætlað er að auka framlög til geðheilbrigðisþjónustu í áföngum til ársins 2022. Framlög til reksturs og þjónustu Landspítalans aukast um 560 milljónir í fjárlögunum sem og 80 milljónir til Sjúkrahússins á Akureyri. Tímabundið framlag sem átti að mæta útskriftarvanda Landspítalans fellur niður.

Alls verður 44 milljarða króna afgangur á fjárlögum ársins 2018 sem er 4 milljarða króna betri afkoma en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun. Frumtekjur eru 822 milljarðar ásamt 12 milljörðum í vaxtatekjur. Frumgjöld nema svo 717 milljörðum ásamt 73 milljörðum í vaxtagjöld. Skuldir ríkissjóðs lækkuðu um 233 milljarða í fyrra, á næsta ári eiga skuldir að lækka um 36 milljarða króna og verða því heildarskuldir ríkissjóðs 859 milljarðar í lok næsta árs.

Tekjutrygging hækkar í fjörlögunum, fólk sem býr eitt og þiggur örorkulífeyri eða ellilífeyri mun fá að minnsta kosti 300 í stað 280 þúsunda. Stofnstyrkir til byggingar almennra íbúða verða 3 milljarðar, sem er hækkun um 100% frá gildandi fjárlögum. Stuðningur við fyrstu íbúðakaup hefur verið festur í sessi. Hæstu greiðslur í fæðingarorlofi hækka úr 500 í 520 þúsund krónur, en stefnt er að því að hækka greiðslurnar í 600 þúsund á næstu árum. Framlög vegna móttöku flóttamanna verða nálega þrefölduð. Stuðningskerfi til að auka atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu verður styrkt frekar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar