fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Gunnar Hrafn um Óttar geðlækni: „Ég get ekki þennan mann mikið lengur“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 5. september 2017 13:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttar Guðmundsson og Gunnar Hrafn Jónsson. Samsett mynd/DV

Gunnar Hrafn Jónsson þingmaður Pírata óskar Óttari Guðmundssyni lækni til hamingju með að hafa lifað af æsku sína án barnalæsinga og öryggisbelta, en það hafi ekki allir verið jafn heppnir. Pistill sem Óttar skrifaði á Stundina árið 2015 hefur aftur farið á flug á samskiptamiðlum, hefur meira að segja grínvefurinn Gys.is gert grín að orðum Óttars í dag, þar ræðir Óttar um öryggiskynslóðina sem sé ekki tilbúin fyrir mótlæti:

Ég svaf í rúmi sem var málað með krabbameinsvaldandi blýmálningu. Engin örugg lyfjaglös með barnalæsingu voru í umferð. Enginn var nokkru sinni með hjálm á hjólinu. Við drukkum vatn úr garðslöngum. Engin öryggisbelti voru í bílunum hvað þá heldur barnastólar. Við átum brauð og drukkum gos þegar það var fáanlegt en urðum aldrei feit enda vorum við alltaf úti að leika okkur,

sagði Óttar og bætti við:

Barnakennarinn minn var löngu síðar afhjúpaður sem barnaperri. Hvassaleitisdóninn og aðrir gluggagægjar með sýniþörf voru hluti af veruleikanum en ekki man ég eftir því að fólk óttaðist dónann.

Nútímaforeldrar keppist hins vegar við að búa til hina „fullkomnu æsku“ og reyna sitt ýtrasta að koma í veg fyrir að barnið lengi í erfiðleikum eða vandræðum. Velti hann því fyrir sér hvort það skapi ósjálfstæða einstaklinga sem kunni hreinlega ekki að bregðast við vandamálum daglegs lífs, í dag leiti til dæmis ungt fólk sem lenti í sambandsslitum á geðdeild, eitthvað sem hefði verið óhugsandi á árum áður.

„Til hamingju með að sleppa svona vel, það gerðu það ekki allir“

Gunnar Hrafn svarar pistlinum í færslu á Fésbók í dag og óskar Óttari til hamingju með að hafa lifað af:

Til hamingju með að lifa það af Óttar, sem læknir ættirðu samt að vita að það voru ekki allir svo heppnir og dánartíðni barna hrundi við þessar breytingar sem þú sérð ekki tilganginn með. Fullt af börnum fengu krabbamein sem þau hefðu annars verið laus við, fullt af börnum dóu úr lyfjaeitrun, fullt af börnum fengu heilahristing eða höfuðkúpubrot við hjólreiðar, enn fleiri dóu í umferðinni.

Varðandi perrana sem enginn hafi óttast segir Gunnar Hrafn:

Hefur þú verið algjörlega sofandi, Óttar, á meðan flett var ofan af skipulagðri misnotkun barna um allt Ísland áratugum saman? Það eru sár sem aldrei gróa.

Þetta er eins og þegar talsmaður Þjóðhátíðar sagðist ekki vilja fá eftirlit frá Stígamótum því þá væru alltaf svo margar nauðganir. Best að vita bara ekkert af þessu! Svo lengi sem ekkert kemur fyrir þig, Óttar, er greinilega allt í lagi með alla aðra.

Til hamingju með að sleppa svona vel, það gerðu það ekki allir. Það er full ástæða til að fagna því að fólk viti betur í dag en að leggja börnin sín í bráða hættu, röfl um annað er firring og blind fortíðarást.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi