fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Einn helsti bakhjarl Viðreisnar eignast sjónvarpsstöðina Hringbraut að fullu

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 1. september 2017 09:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Arngrímsson aðaleigandi Hringbrautar.

Sigurður Arngrímsson fjárfestir hefur eignast nær allt hlutafé í fjölmiðlafyrirtækinu Hringbraut, sem rekur sjónvarpsstöð og vefmiðil undir því heiti. Eignarhlutur Sigurðar er í félaginu Saffron Holding.

Eins og fram hefur komið í fréttum, hefur mikið tap verið á rekstri Hringbrautar og miklar mannabreytingar í stjórnunarstöðum fjölmiðilsins. Sjónvarpsstjórar hafa komið og farið á aðeins tveimur árum og nýlega var tilkynnt að Sigurjón M. Egilsson væri hættur hjá stöðinni, en hann var þá nýgenginn aftur til liðs við Hringbraut með þátt sinn Svartfugl.

Rakel Sveinsdóttir hefur hætt störfum hjá Hringbraut og er ekki lengur í hluthafahópnum. Guðmundur Örn Jóhannsson, sem hefur hingað til verið aðaleigandi fjölmiðlsins, á nú innan við eitt prósent.

Saffron Holding átti fyrir rétt um fimmtungshlut í Hringbraut. Sigurður Arngrímsson, aðaleigandi Hringbrautar, var nýlega í fréttum þar sem upplýst var að hann og félög hans hefðu verið meðal stærstu styrktaraðila stjórnmálaflokksins Viðreisnar. Námu styrkir frá honum og félögum í hans eigu yfir einni milljón króna. Þar af gaf Sigurður Viðreisn persónulega fjögur hundruð þúsund krónur í stofnstyrk, en auk þess gáfu tvö félög í hans eigu sitt hvor fjögur hundruð þúsundin til Viðreisnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun