fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Ragnar harðorður í garð Sveinbjargar Birnu: „Ekki í neinum takti við samstarfsfólkið“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 8. ágúst 2017 16:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknar og Flugvallarvina í Reykjavík. Mynd/DV

Ragnar Rögnvaldsson formaður Sigrúnar, félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, segir Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur oddvita Framsóknar og Flugvallarvina ekki vera í takti við samstarfsfólk sitt og „vera vitlausa“. Líkt og Eyjan greindi frá í morgun sendi stjórn Sigrúnar frá sér yfirlýsingu þar sem lýst var yfir vantrausti á Svein­björgu Birnu vegna ummæla hennar í viðtali á Útvarpi Sögu í síðustu viku þar sem hún talaði um skólagöngu þeirra sem „sokkinn kostnað“ fyrir Reykjavíkurborg.

Ragnar sagði í þættinum Harmageddon á X-inu í morgun að það hafi ítrekað verið rætt við Sveinbjörgu og hún beðin um að tjá sig ekki á niðrandi hátt um þjóðfélagshópa, þar sem hún taki ekki neinum rökum verði þrýst á að hún verði ekki í forystusæti í Reykjavík í kosningunum á næsta ári. Aðspurður um hvort hún væri stjórnlaus sagði Ragnar:

Kannski ekki alveg stjórnlaus, en svo ég noti bara hreina íslensku, hún virðist bara vera vitlaus.

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi. Mynd/DV

Margir samflokksmenn Sveinbjargar Birnu hafa gagnrýnt ummælin, þar á meðal Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og Flugvallarvina og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins. Sagði hann í viðtali við RÚV að ummæli hennar væru óheppileg og endurspegluðu ekki stefnu flokksins. Guðfinna Jóhanna sagði svo í samtali við MBL í dag að hún ætli að sækjast eftir oddvitasæti flokksins fyrir kosningarnar á næsta ári, vildi hún ekki ræða um samband sitt við Sveinbjörgu Birnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“