fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Helmingur hlynntur komugjöldum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. apríl 2017 15:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty

Niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu varpar ljósi á viðhorf Íslendinga til ferðamanna. Flestir eru ánægðir með fjölgun ferðamanna eða um 45% en aðeins 16% eru ekki sátt við fjölgunina. Um 40% eru í meðallagi sátt. Þeir sem komnir eru á efri ár eru á heildina litið ánægðari með fjölgunina en 52% þeirra sem eru 65 ára og eldri eru ánægðir með fjölgun ferðamanna. Aðeins 26,2% þeirra sem eru yngri en 25 ára eru ánægðir.

Því hærri sem tekjur svarenda og því lengri sem skólaganga þeirra varði því meiri ánægja var með fjölgun ferðamanna. Munur er á svörum eftir því hvar í stjórnmálum fólk stendur en kjósendur Viðreisnar og Bjartrar framtíðar eru mun sáttari við fjölgunina en kjósendur annarra flokka, einkum Framsóknar og Vinstri grænna sem eru síst hrifnir af ferðamannafjölgun.

Auk þess spurði Maskína fólk um afstöðu þess til aðgangsstýringar, þannig að ákveðinn fjöldi ferðamanna fái að koma til landsins á ári hverju. Tæpur helmingur svarenda var hlynntur aðgangsstýringu eða um 47% en milli 29-30% voru andsnúin. Séu svör skoðuð eftir kynjum sést að konur eru hlynntari því að hömlur verði settar á fjölda ferðamanna en karlar. Kjósendur Framsóknar eru hlynntastir því að aðgangsstýring verði tekin upp.

Spurt var um áhyggjur af ákveðnum málum með tilliti til aukins fjölda ferðamanna, það er vegakerfi landsins, náttúru, skort á leiguhúsnæði, stærð flugvallarins og fjölgun láglaunastarfa. Yfirgnæfandi meirihluti svarenda hefur áhyggjur af vegakerfinu, ástandi náttúru og skorti á leiguhúsnæði eða milli 81 og 87 prósent. Rúmur helmingur hefur áhyggjur af fjölgun láglaunastarfa eða milli 51%-52% en aðeins 30% af stærð flugvallarins.

 

Að lokum var spurt um komugjöld til landsins, hvort að svarendur væru hlynntir því að lagt yrði eitt þúsund króna komugjald á alla þá sem ferðast um Keflavíkurflugvöll. Tæp 50% eru því hlynnt en 35% eru á móti. Eftir því sem aldur svarenda hækkar, skólaganga lengist og tekjur aukast er fólk hlynntara komugjaldi.

Alls tóku 847 manns þátt í könnuninni úr Þjóðgátt Maskínu sem er hópur fólks sem valinn er með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar fólk henni á netinu. Fólkið er á öllum aldri, hvaðanæva af á landinu og á aldrinum 18-75 ára. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá. Könnunin fór fram dagana 27. mars til 3. apríl 2017.

Hér má skoða könnunina í heild sinni á vefsíðu Maskínu (PDF)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun