fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Birgir Örn: „Kæru bankar. Það er hægt að vera ekki svona gráðugur“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 11. apríl 2017 16:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: DV

„Um daginn var ég beðinn um að taka þátt í þessari marg umtöluðu „það er hægt“ auglýsingaherferið fyrir Íslandsbanka. Ég sló að sjálfsögðu til og mun hér segja uppörvandi sögu mína af því að kaupa mér húsnæði. Grín.“

Svona hefst pistill Birgis Arnar Guðjónssonar, oft þekktur sem Biggi Lögga, á Fésbók. Segir hann að í stað þess að taka þátt í markaðsherferð Íslandsbanka hafi hann þakkað pent fyrir sig og sagðist ekki hafa áhuga á því að taka þátt:

Ég þakkaði pent fyrir mig og sagðist ekki hafa mikinn áhuga á að taka þátt í því að safna ungu fólki í ævilangan þrældóm fyrir bankastofnanir. Ég sagði reynslu mína af okurlánastarfssemi bankanna alls ekki góða. Mín skoðun væri nefnilega sú að þetta sé ekki hægt. Og ekki ætla ég að ljúga að unga fólkinu með því að segja eitthvað annað.

Rifjar hann upp atvik fyrir nokkrum árum þegar fréttamenn frá franskri sjónvarpsstöð komu í heimsókn til hans til að fjalla um lánamál Íslendinga:

Þeir fengu að skoða reikningana af verðtryggðu húsnæðislánunum mínum og eftir að hafa séð hvað ég hafði borgað mikið á meðan lánið hafði hækkað þá klóruðu þeir sér í hausnum og sögðu með sínum franska hreim „that´s not possible“. Glöggir þessir Frakkar. Þeir voru ekki lengi að sjá að þetta er ekki hægt!

Eftir hrunið var lánasnaran farin að þrengja all verulega að fjölskyldu Birgis. Framtíðin var óörugg og óljós:

„Eftir erfiðan óvissutíma kom að því að ríkið rétti okkur smá hálmstrá sem gaf okkur örlitla von. Í því fólst örlítil leiðrétting auk þess sem við fáum að nota viðbótarlífeyrissparnaðinn okkar í húsnæðislánið. Smá piss í skóinn til að halda á okkur hita. Er það eðlilegt? Sýnir það að við búum í eðlilegu lánaumhverfi þar sem „það er hægt“. Er líka eitthvað eðlilegt við það að fyrirtæki séu að fara að byggja blokkir til þess að starfsmenn þess geti átt sér heimili? Nei, það er ekki hægt.“

Í dag hefur fjölskyldan eignast meira í íbúðinni þar sem húsnæðisverð hefur hækkað en sú eign er hinsvegar ekkert annað en einhver tala á tölvuskjá segir Birgir:

Það eina sem við finnum fyrir er að vaxtabætur og barnabætur eru horfnar. Allt að þakka tölunni á skjánum. Tölunni sem nánast enginn græðir á nema fjárfestar sem versla með blokkir, lóðir og möguleika fólks, og svo banakstofnanir, framtíðaeigendur fjölskyldna Íslands. Við erum ekkert að borga minna hlutfall af laununum okkar eða neitt slíkt. Við erum alveg jafn miklir þrælar bankans. Það er ekki hægt.

Birgir leggur til að skömminni verði skilað til bankanna:

Það er virkilega ógeðfellt að ætla að hneppa fjölskyldur framtíðarinnar í þessa snöru íslenskra okurlána. Markaðsstjóri Íslandsbanka segir markmið herferðarinnar vera að stappa stálinu í ungt fólk. Ég mæli með því að við snúum herferðinni við. Ég legg til að við skilum skömminni þangað sem hún á heima og beina orðunum til bankanna.

Kæru bankar. Það er hægt að vera ekki svona gráðugur. Það er hægt að vinna að því að lækka vexti á lánum og útrýma verðtryggingu. Það er hægt að líta á fjölskyldur landsins sem fólk en ekki mjólkurkýr. Það er hægt að láta bankastarfsemi snúast meira um þjónustu og minna um ofurgróða. Það eina sem þarf er vilji. „Ekki gefast upp. Það er hægt. Ef þú hefur plan“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun