fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Vilhjálmur Árnason: Allir vegir á Reykjanesinu þarfnast viðhalds

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 9. apríl 2017 19:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks.

Reykjanes sendi þingmönnum þrjár spurningar og bað þá um svör. Þingmenn í Suðurkjördæmi eru 10. Athyglisvert að sumir svara ekki. Hér koma svör Vilhjálms Árnasonar þingmanns Sjálfstæðisflokks.

Fyrir liggur að ekkert auka fjármagn verður sett í lagfæringar á Reykjanesbraut eða Grindavíkurveg á þessu ári.Fleiri vegi á Suðurnesjum þarfnast mikilla endurbóta. Er hægt að sætta sig við að þessi fjölfarnasti ferðammastaður landsins þurfi áfram að bíða?

Fyrir það fyrsta vil ég nefnda að mikilvægt er að gera greinarmun á nýframkvæmdum annars vegar og lagfæringum eða endurbótum hins vegar. Nýframkvæmdir , sem eru stærri og viðameiri framkvæmdir eru annars eðlis en lagfæringar, sem er viðhald á núverandi samgöngumannvirkjum.

Nú liggur það fyrir að ráðist verður í lagfæringar eða endurbætur á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi, sem þú spyrð um, í sumar. Endurbæturnar verða svo fjármagnaðar með viðhaldsfé Vegagerðarinnar.

Hvað nýframkvæmdir varðar er rétt að geta þess  að hafin er vinna við gerð mislægra gatnamóta á Reykjanesbraut við Krísuvíkurveg. Þá verður hafist handa í sumar við gerð hringtorga á Reykjanesbraut við Aðalbraut annars vegar og Þjóðbraut hins vegar.

Aðrar framkvæmdir þurfa svo frekari undirbúning, sem er raunar kominn á skrið hjá Vegagerðinni en ég er í reglulegu sambandi við starfsmenn og stjórnendur hennar. Það er svo mín skoðun, að nauðsynlegt sé að ganga hreint til verks svo klárað verði sem fyrst að tvöfalda alla Reykjanesbrautina og aðskilja akstursstefnur á Grindavíkurveginum. Þá má ekki gleyma því að allir vegir á Reykjanesinu þarfnast viðhalds, eins og til dæmis Garðvegur og Sandgerðisvegur. Ég mun svo sannarlega ekki láta mitt eftir liggja í þessum efnum.

Misserum saman hefur verið rætt um að innheimta gjald af þeim mikla fjölda erlendra ferðamanna sem kemur til landsins til að standa undir hluta kostnaðar við uppbyggingu vegakerfis og aðstöðu á fjölförnum ferðamannastöðum. Rætt hefur verið um ferðamannapassa, vegatolla, hækkun á gistináttaskatti, komugjöld o.fl. en ekkert gerist.

Hvaða leið vilt þú fara?

Við verðum að líta til þessara þátta með pragmatískum hætti. Þess vegna segi ég, að nauðsynlegt sé að leita leiða sem tryggja að hægt verði að fara fljótt og örugglega í framkvæmdir á innviðum landsins. Margar þessara leiða sem þú nefnir, skila litlum fjármunum í ríkiskassann sé mið tekið af t.d. umstangi við innheimtu, útfærslum o.s.frv. Það segir sig sjálft að ef lítið er um afgangs fjármuni verður ill mögulegt að fjármagna nauðsynlegar framkvæmdir með lánum. Komugjöld  t.d. sem mikið er rætt um þessa dagana skilal okkur einungis 2 til 3 milljörðum á ári til innviðauppbyggingar á ferðamannastöðum annars vegar og til uppbyggingar vegakerfisins hins vegar. Það sjá það allir að þau munu ekki koma okkur langt.

Raunar er ég þeirrar skoðunar að ef okkur er alvara að koma af stað  alvöru framkvæmdum í samgöngukerfinu, þá þurfum við að hugsa leiðir sem skila nægjanlegu fjármagni eða hagkvæmum fjármögnunarmöguleikum. Einungis þannig er hægt að fara af stað með þeim krafti sem þarf til, sem er svo bráðnauðsynlegur svo innviðir landsins sligist ekki undan byrðinni sem fylgir þessari gríðarlegu fjölgun ferðamanna.  Ég er þeirrar skoðunar að einhvers konar blandað módel muni virka best. Þar má nefna samstarfsverkefni með gjaldtöku, t.d. við innheimtu bílastæðagjalda, vegtolla og margt, margt fleira. Þá er ég enn fremur þeirrar skoðunar nauðsynlegt sé að nýta einskiptis hagnað ríkisins  sem myndast við sölu eigna við fjármagna þessa nauðsynlegu innviðauppbyggingu. Raunar tel ég að þetta séu einu raunhæfu leiðirnar.

Eldri borgarar eru hvattir til þátttöku í atvinnulífinu t.d. með því að taka að sér hlutastarf. Á sama tíma eru frítekjumörk sett í 25. Þúsund krónur á mánuði. Eftir það verður 45% skerðing á greiðslum frá TR, þannig að viðkomandi heldur eftir skatta aðeins um 30% launanna.

Er þetta ásættanlegt?

Nei, það er það alls ekki og því gerir ríkisstjórnin ráð fyrir því í nýkynntri ríkisfjármálaáætlun að frítekjumarkið verði hækkað. Síðastliðið haust var ákveðið að setja þá sem væru með lægstu framfærsluna í forgang. Nú er komið að frítekjumarkinu og því munum við sjá breytingar á þessu von bráðar.

Greinin birtist fyrst í Reykjanesi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“