fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Eyjan

Sprengingar í neðanjarðarkerfi St. Pétursborgar: Minnst tíu látnir, fjöldi særðra

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 3. apríl 2017 12:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skjáskot af Twitter.

Tvær sprengingar áttu sér stað í neðanjarðarlestarkerfi St. Pétursborgar í Rússlandi í morgun, eða um 14:30 að staðartíma.

Myndir sem birst hafa á samfélagsmiðlum sýna lest með sundursprengdar hurðir á lestarvagni og mikinn reyk í neðanjarðargöngum. Fólk er að reyna að hjálpa slösuðum. Fjöldi fólks hefur særst. Fregnir herma að minnst tíu manns hafi særst en minnst 50 séu slösuð.

Önnur sprengingin átti sér stað á Sennaya Plosjad-lestarstöðinni en hin nærri tækniháskólanum í St. Pétursborg (Tekhnologitsjeskij Institut). Búið er að loka öllum neðanjarðarlestarstöðvum í borginni.

Interfax-fréttastofan í Rússlandi hefur greint frá því að þetta hafi verið sprengjur og að minnsta kosti önnur þeirra hafi verið fyllt af málmbitum til að valda sem mestu manntjóni. RIA-fréttastofan segir að um heimasmíðaðar sprengjur hafi verið að ræða. Borgarblaðið Fontanka greinir frá því að þriðja sprengjan hafi fundist við neðanjarðarlestarstöðina við Vosstanja-torg en hún hafi ekki sprungið.

Pulkovo-flugvellinum í St. Pétursborg var lokað eftir sprengingarnar og flestum flugvélum beint áfram til Moskvu. Farsímakerfið mun liggja niðri í sumum hlutum borgarinnar, að öllum líkindum vegna mikils álags þar sem fólk er að hringja í ástvini til að láta vita að það sé heilt á húfi.

Búið er að láta Vladímír Pútín Rússlandsforseta vita af árásinni. Hann er nú staddur í Strelna rétt utan við St. Pétursborg en hann ætlaði að heimsækja borgina í dag. Pútín hefur þegar sagt við fjölmiðla á blaðamannafundi að yfirvöld skoði allar mögulegar skýringar á því hvað hafi valdið þessum sprengingum. Þar sé hryðjuverk ekki útilokað.

Sé um hryðjuverk að ræða þá er þetta sennilega mannskæðasta hryðjuverkaárás í Rússlandi til fjölda ára.

Neðanjarðarlestarkerfið í St. Pétursborg opnaði 1955. Það hefur stöðugt stækkað síðan og telur í dag fimm brautir með 67 stöðvum. Árlega fara um 740 milljónir farþega um flutningakerfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Lögregla rúin trausti

Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimur í höndum skemanns

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimur í höndum skemanns