fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Sjómannaverkfall í hnút: Sjómenn fá hvatningu frá skipstjóra við Svalbarða

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. febrúar 2017 11:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga María AK 16, sem er ísfisktogari í eigu HB Granda hefur nú eins og önnur fiskiskip flotans legið bundin við bryggju í tvo mánuði vegna kjaradeilu sjómanna og sjávarútvegsfyrirtækja.

Kjaradeila sjómanna og útgerðarfyrirtækja virðist komin í mjög harðan hnút eftir að slitnaði upp úr viðræðum í nótt. Ljóst er að mikill þrýstingur er að verða á að deilan leysist ef loðnuvertíðin á ekki að fara gersamlega í vaskinn með milljarða tjóni fyrir þjóðina.

 

Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á eistneska rækjutogaranum Reval Viking sem er að veiðum í hafísnum lengst norður við Svalbarða sendir íslenskum sjómönnum hvatningu af miðunum. Orðsendinguna birti hann upphaflega á Facebook-síðu sinni í byrjun vikunnar þar sem hún vakti mikla athygli. Hana má nú lesa í heild í landshlutafréttablaðinu Vesturlandi sem kemur út í dag. Eiríkur skrifar meðal annars:

Ég er ekki á íslenskum kjarasamningum og á því ekki beinna hagsmuna að gæta í sambandi við verkfall sjómanna og því getur enginn sagt að eftirfarandi pistill sé skrifaður í eiginhagsmunaskini. Ég nýt því þeirra forréttinda, öfugt við marga, að geta sagt það sem ég hugsa án þess að eiga á hættu að missa plássið.

Síðan lýsir Eiríkur starfi sjómanna:

Sífellt færri skilja hvernig starf sjómennska er, vegna þess að þjóðfélagið hefur breyst og sjómönnum fækkað. Því eru færri sem hafa reynslu af sjómennsku eða eiga fjölskyldumeðlimi eða vini á sjó. Þess vegna verður líka erfiðara að útskýra fyrir fólki að sjómenn eigi að hafa góð laun fyrir sína erfiðu og hættulegu vinnu, sem er þar að auki undirstaða þess að þjóðfélagið virki.

Eiríkur skrifar að flestum þeirra sem fjárfest hafi í íslenskum sjávarútvegi sé sétt sama um sjómenn. Peningarnir ráði öllu:

Þorski landað í Reykjavíkurhöfn í gærkvöldi. Einungis smábátar geta róið í verkfallinu. Stærri skip liggja bundin.

Núna eru sum stærstu útgerðarfélögin komin á hlutabréfamarkað og mikill þrýstingur þaðan
að skila flottum uppgjörum sem sýna methagnað. Fjárfestum er flestum skítsama um sjómenn. Ef þeir kæmust upp með það mundu þeir ráða vinnuafl frá láglaunasvæðum á borð við Kína og Filippseyjum til að auka gróðann. Þetta eru þeir sem þjóðin treystir fyrir sinni verðmætustu auðlind, sem eru sameiginlegir fiskistofnar.

Sjómenn eru ekkert góðir í að kynna sig og sín störf . Þeir eru mjög lélegir í að halda uppi áróðri í kjarabaráttu, öfugt við viðsemjendur sem hafa heilu fjölmiðlana og auglýsingastofurnar á sínu bandi til að matreiða boðskapinn á réttan hátt og troða honum ofan í kokið á almenningi. Þar fer Mogginn fremstur í flokki og heldur úti fréttaflutningi sem er mjög einhliða og oft rangur. Þar á bæ hika menn ekki við að slá upp tölum um laun sjómanna sem eiga sér enga stoð í raunveruleika flestra og finnast aðeins í einhverjum undantekninga tilvikum, og varla það. Margir sjómenn eru á mjög lágum launum þó lítið sé talað um það og kemur vafalaust einhverjum á óvart.

Um sjómannaafsláttinn segir hann meðal annars þetta:

Umræðan um sjómannafsláttinn, sem aldrei var mjög hár, hefur lengi verið fáránleg. Það eru  ekki allir sem vita að það er langt síðan hann var lagður niður en engar bætur komið fyrir. Að sjálfsögðu átti útgerðin að bæta það, því honum var komið á til að styrkja hana á erfiðum tíma fyrir löngu.

Einnig kemur skipstjórinn inn á það að sjómenn skuli sæta svokölluðu nýsmíðaálagi á sínar tekjur:

Frystitogarinn Guðmundur í Nesi í Reykjavíkurhöfn í gærkvöldi.

Sjómenn eru neyddir til að borga talsvert stóran hlut af kostnaði við nýsmíði fiskiskipa en eignast samt ekkert í skipunum, sem er furðulegt. Það væri, að ég held, hvergi annarsstaðar samþykkt að launþegar væru látnir borga fyrir atvinnutæki. Nú stendur til að byggja nýtt sjúkrahús. Er líklegt að læknar og hjúkrunarfólk mundu samþykkja að borga 10 prósent af kostnaðinum? Ég held varla, enda jafn fáránlegt og að sjómenn borgi fyrir smíði skipa. Svo má nefna þætti eins og verðmyndun á fiski, þar sem útgerðin er oft að selja sjálfri sér aflann á undirverði en það verð svo notað til að gera upp við sjómenn í hlutaskiptakerfi.

Lokaorðin í grein Eiríks eru þessi:

Þeir sem sjá um að semja fyrir útgerðarmenn hafa lítinn skilning á ofannefndum atriðum. Þess vegna eru sjómenn ennþá í verkfalli, því miður. Það er nánast óskiljanlegt þegar útgerðin sýnir methagnað ár eftir ár. Pressan frá hlutabréfamarkaðnum ásamt kröfunni um háar arðgreiðslur veldur því hins vegar að núna á að svelta menn til hlýðni.

Áfram sjómenn i kjarabaráttu – ef þið gefið eftir núna verður helmingi erfiðara að ná þessum sanngjörnu kröfum næst.

Vesturland má lesa með því að smella hér. Grein Eríks í heild sinni er á síðu 6.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“