Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, útvegs- og landbúnaðarráðherra Viðreisnar hefur ráðið Pál Rafnar Þorsteinsson sem aðstoðarmann sinn. Þetta kemur fram á Kjarnanum. Páll var í þriðja sæti framboðslista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu Alþingiskosningar.
Menntun Páls Rafnars er umtalsverð en hann er með doktorsgráðu í heimspeki frá Cambridge háskólanum í Bretlandi, með meistaragráðu í stjórnmálaheimspeki frá London School of Economics og BA gráðu í grísku og heimspeki frá Háskóla Íslands.
Páll Rafnar hefur undanfarin árum gegnt starfi forseta Félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst og sinnt þar stjórnun og kennslu en hann var áður ráðgjafi hjá almannatengslafyrirtækinu KOM. Auk þess hefur hann unnið ýmiskonar störf fyrir hugveitur í Bretlandi. Páll er sonur Þorsteins Pálssonar, fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrum forsætisráðherra og Ingibjargar Rafnar.