fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Páll Rafnar aðstoðar Þorgerði Katrínu

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 17. janúar 2017 15:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pall RafnarÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir, útvegs- og landbúnaðarráðherra Viðreisnar hefur ráðið Pál Rafnar Þorsteinsson sem aðstoðarmann sinn. Þetta kemur fram á Kjarnanum. Páll var í þriðja sæti framboðslista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu Alþingiskosningar.

Menntun Páls Rafnars er umtalsverð en hann er með doktorsgráðu í heimspeki frá Cambridge háskólanum í Bretlandi, með meistaragráðu í stjórnmálaheimspeki frá London School of Economics og BA gráðu í grísku og heimspeki frá Háskóla Íslands.

Páll Rafnar hefur undanfarin árum gegnt starfi forseta Félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst og sinnt þar stjórnun og kennslu en hann var áður ráðgjafi hjá almannatengslafyrirtækinu KOM. Auk þess hefur hann unnið ýmiskonar störf fyrir hugveitur í Bretlandi. Páll er sonur Þorsteins Pálssonar, fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrum forsætisráðherra og Ingibjargar Rafnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“