fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Deilt um formennsku í fastanefndum – Birgitta: „Klént“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 17. janúar 2017 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata. Samsett mynd: DV/Sigtryggur Ari
Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata. Samsett mynd: DV/Sigtryggur Ari

Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir lið í því að ná góðri samvinnu milli stjórnar og stjórnarandstöðu sé að bjóða minnihlutanum formennsku í fleiri fastanefndum Alþingis. Greint hefur verið frá því að stjórnarflokkarnir þrír hygðust vera með formennsku í sex af átta fastanefndum Alþingis, Sjálfstæðisflokkurinn með fimm og Viðreisn í einni. Stjórnarandstöðuflokknunum verður boðin formennska í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og velferðarnefnd.

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata lýsti þessu boði stjórnarflokkanna við Morgunblaðið í einu orði: „Klént.“

Lilja Alfreðsdóttir segir orð og efndir þurfa að fara saman:

Núverandi stjórnarflokkar hafa talað fyrir því að hversu mikilvægt sé að góð samvinna náist og að þingmenn temji sér ný og betri vinnubrögð,

sagði Lilja og bætti við að fyrsta skrefið í þá átt sé að stjórnin taki tillit til þingstyrks minnihlutans.

Innan stjórnarflokkanna eru einnig sterkar skoðanir um formennsku í fastanefndunum, líkt og Eyjan greindi frá um helgina er það ályktun Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum að þar sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fengu ekki ráðherrastól sé eðlilegt og sanngjarnt að þeir fái formennsku í fastanefndum.

Ari Brynjólfsson – ari@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“