fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Mismunandi sjónarhorn á misskiptingu auðsins

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 16. janúar 2017 13:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir af ríkustu mönnum heims, Bill Gates og Warren Buffet.
Tveir af ríkustu mönnum heims, Bill Gates og Warren Buffet.

„Meira öfundargenið sem þjakar þá sem bölsótast yfir þessu!“ Skrifar Illugi Jökulsson, rithöfundur, háðslega við frétt The Guardian af skýrslu bresku hjálparsamtakanna Oxfam en hún sýndi að átta ríkustu einstaklingar jarðar eiga nú jafn mikinn auð og fátækari helmingur alls mannkyns. Niðurstaða skýrsunnar var að bilið á milli ríkra og fátækra sé meira en talið var. Þráinn Bertelsson, rithöfundur, skrifar á sína fésbók um málið: „Ef þessi frétt fjallaði um ástandið á fjarlægri plánetu þar sem átta gráðugar marglyttur hefðu sölsað undir sig mestallt ætilegt þá myndum við líta á það sem staðfestingu á að vitsmunalíf þrífist ekki á öðrum hnöttum.“

Úlfur Eldjárn, tónlistarmaður, skrifar við fréttina: „Semsagt, átta manns gætu nánast útrýmt fáttækt í heiminum, ef þeir bara vildu.“

En ekki líta allir á niðurstöður rannsóknar Oxfam út frá sama sjónarhorninu, þannig skrifar Gunnlaugur Jónsson, fjárfestir, við fréttina:

Þetta ríka fólk (a.m.k. Gates, Buffet og Zuckerberg) er að gefa eða er með plön um að gefa mikinn hluta eigna sinna, en það mun hrökkva skammt. Frjálsari viðskipti en áður eru hins vegar að lyfta stórum hluta mannkyns úr hrikalegri fátækt, einmitt í löndum sem hafa verið að hverfa frá jafnaðarstefnunni.

Gallinn við samanburð á eignastöðu er að fólk með litlar eða engar eignir umfram skuldir, t.d. tannlæknar nýkomnir úr námi, er talið fátækt, þótt það sé það ekki í raun. Það eru mjög margir sem eiga lítið af eignum án þess að svelta.

Svo er hitt að þessar eignir ríka fólksins eru ekki til neyslu. Þetta er fjármagn sem er í því hlutverki að framleiða vörur og þjónustu fyrir aðra – auka framboð og bæta lífskjör almennt. Svona ríkt fólk neytir ekki nema sáralítils brots eigna sinna.

Hægt er að komast í skýrsluna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“