fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Borgarfulltrúi um berbrjóstamálið

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 16. janúar 2017 15:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

radhus„Fólk sem á erfitt með að horfa á þá sem eru berbrjósta ættu kannski að hugsa sinn gang,“ sagði Þórgnýr Thoroddsen, borgarfulltrúi og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur í viðtali hjá stjórnendum Morgunútvarpsins á Rás 2.

En einsog þekkt er orðið var ung kona fyrir skömmu rekin uppúr sundlaug á Akranesi fyrir að vera ber að ofan. Sundlaugar Reykjavíkur heyra undir Íþrótta- og tómstundaráð og því vildu stjórnendur útvarpsþáttarins forvitnast um hvort einhverjar reglur væru um það hverju menn klæddust í sundlaugunum.

Þórgnýr sagði að það væri ekkert í reglunum sem bannaði fólki að vera ber að ofan og taldi hann að það væri líka þannig uppá Akranesi. Aðspurður hvort fólk gæti þá bara sleppt sundskýlinu sagði hann að þá yrði fólki vísað úr lauginni. „Í fyrra eða hitti fyrra þegar mesti styrinn var um berbrjóstamálið, þá voru menn sammála um að þetta væri ekki stórmál að konur sem karlar væru ber að ofan.“

Börkur Gunnarsson gerði útdráttinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“