„Fólk sem á erfitt með að horfa á þá sem eru berbrjósta ættu kannski að hugsa sinn gang,“ sagði Þórgnýr Thoroddsen, borgarfulltrúi og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur í viðtali hjá stjórnendum Morgunútvarpsins á Rás 2.
En einsog þekkt er orðið var ung kona fyrir skömmu rekin uppúr sundlaug á Akranesi fyrir að vera ber að ofan. Sundlaugar Reykjavíkur heyra undir Íþrótta- og tómstundaráð og því vildu stjórnendur útvarpsþáttarins forvitnast um hvort einhverjar reglur væru um það hverju menn klæddust í sundlaugunum.
Þórgnýr sagði að það væri ekkert í reglunum sem bannaði fólki að vera ber að ofan og taldi hann að það væri líka þannig uppá Akranesi. Aðspurður hvort fólk gæti þá bara sleppt sundskýlinu sagði hann að þá yrði fólki vísað úr lauginni. „Í fyrra eða hitti fyrra þegar mesti styrinn var um berbrjóstamálið, þá voru menn sammála um að þetta væri ekki stórmál að konur sem karlar væru ber að ofan.“
Börkur Gunnarsson gerði útdráttinn.