fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Fyrsta frumvarpið verður um jafnlaunavottun

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. janúar 2017 07:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Víglundsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og verðandi frambjóðandi Viðreisnar.
Þorsteinn Víglundsson, ráðherra.

Votta þarf fyrirtækin á þriggja ára fresti samkvæmt frumvarpi til laga sem verður það fyrsta sem Þorsteinn Víglundsson, ráðherra félags- og jafnréttismála, leggur fram á Alþingi. Þetta kemur fram á forsíðu Morgunblaðsins í dag. En einsog kemur fram í stjórnarsáttmálanum þá er það stefna ríkisstjórnarinnar að fyrirtækjum með 25 starfsmenn eða fleiri verði gert að votta um jöfn laun milli kynjanna í fyrirtækjum sínum. „Þetta er vissulega íþyngjandi aðgerð, en við teljum hana nauðsynlega. Segir Þorsteinn í Morgunblaðinu. Til stuðnings máli sínu bendir hann á að hlutur kvenna í stjórnum fyrirtækja hafi ekki verið mikill fyrr en stjórnvöld tóku af skarið með lagasetningu. Auk þessa jafnlaunavottunar mun stórum fyrirtækjum verða skylt að koma sér upp jafnréttisáætlun.

Í Morgunblaðinu segir ennfremur:

Sannfæring Þorsteins er að kynbundnum launamun verði ekki útrýmt nema með aðgerðum í hverju fyrirtæki og stofnun fyrir sig. Því geti það verið öflugt verkfæri að fá vottun, sem til dæmis endurskoðunarfyrirtæki hefðu með höndum. Ætla má að það kosti fyrirtæki um hálfa milljón króna að fara í fyrstu úttekt, en sá sem hana annast færi í gegnum upplýsingar um laun, ábyrgð og starfslýsingu hvers og eins. Allt kallar þetta, segir Þorsteinn Víglundsson, á ögun í launasetningu fyrirtækja, sem þurfi að vera gegnsæ og vel skipulögð. Ráðherrann telur jafnframt að innan ekki langs tíma myndist skilningur á nauðsyn vottunar sem muni af stjórnendum fyrirtækja þykja jafn sjálfsögð og að þar sé algengur öryggisbúnaður.

Börkur Gunnarsson tók saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin