„Ein hættulegustu gatnamót á landinu eru í Hafnarfirði,“ sagði Jón Gunnarsson í útvarpsviðtali í þættinum Í bítið á Bylgjunni. Hann sagðist bíða eftir tölulegum staðreyndum um slysatíðni úr ráðuneytinu sem hann ætlar að kynna sér. Hann sagði að þar yrði forgangsröðunin þarsem slysatíðnin væri há.
Jón sagði að kaflinn allur frá því að tvöfölduninni lýkur á Reykjanesbraut og inní Hafnarfjörð þarsem kemur tvöföldun aftur kostar um 6,3 milljarðar, þar af séu mislægu gatnamótin við Krísuvíkurveg 1 milljarður. Jón sagði að þessar framkvæmdir væru á dagskrá.“ Þá spurði þáttastjórnandinn: „Hvað þýðir það að þær verði á dagskrá?“ Hann
svaraði því til að framkvæmdir munu fljótlega fara af stað, þetta sé forgangsmál.
Börkur Gunnarsson tók saman