fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Dræm viðbrögð við yfirlýsingu Birgittu Jónsdóttur

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. janúar 2017 19:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata. Mynd: DV/Sigtryggur Ari
Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

„Hæ fúl á móti…,“ skrifar Ásgeir Geirsson á fésbókarsíðu sína útaf yfirlýsingu Birgittu Jónsdóttur, þingmanns og eins af forystumönnum Pírata, en hún lýsti því yfir í dag að hún skammaðist sín ekki neitt fyrir það að hafa sagt að hún myndi leggja fram vantraust á ríkisstjórnina en það sagði hún áður en ríkisstjórnin tók við völdum, um þetta var fjallað á Eyjunni.is í dag. Hún lýsti yfir vantrú sinni á samræðustjórnmálum og sagði þau ekki hafa skilað árangri. Hún sagðist í yfirlýsingu sinni ekki vilja vera nein puntudúkka. Þessi yfirlýsing Birgittu vakti furðu og var fjallað um þetta víða á samfélagsmiðlum.

Þannig skrifar Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, á fésbókarsíðu sína: „Hafi einhver haldið að Birgitta lærði af kosningunum og eftirleik þeirra verður sá sami fyrir vonbrigðum. Henni hefur mistekist að ná öllum markmiðum sínum fyrir og eftir kosningar. Ekki stendur steinn yfir steini í málflutningi hennar og hún telur sér sæma að ráðast á aðra með ásökunum um ósannindi. Vegnaði henni ef til vill betur sem puntudúkku?“

Ekki voru samt allir óánægðir með ummæli Birgittu, þannig skrifar Máni Pétursson, annar tveggja útvarpsmanna í þættinum Harmageddon en hinn er Frosti Logason, um málið á sína síðu: „Styð þetta Birgitta Jónsdóttir. Þetta blaður í íhaldinu um að þingið vinni saman er í raun alveg fáránlegur bjánaskapur. Vilji þeirra til samstarfs í öruggum meirihluta hefur alveg farið framhjá mér. Auðvitað á Sjálfstæðisflokkurinn og Björt Framsókn að hafa fyrir öllum sínum málum.“

Ásdís Halla Bragadóttir, rithöfundur og forstjóri, skrifar aftur á móti á sína síðu:

Hvað gerir maður þegar forseti Bandaríkjanna biður um hjálp? Auðvitað segir maður JÁ!“ Þetta sagði David Gergen nemendum sínum en hann er einn besti kennari sem ég hef haft. Forsagan er sú að Gergen er repúblikani og hafði verið hægri hönd þriggja forseta í USA þegar dag nokkurn nýr forseti úr röðum demókrata, Bill Clinton, hringdi og bað hann um að starfa fyrir sig. Og repúblikaninn Gergen gerði allt sem hann gat til að aðstoða nýjan forseta við að ná árangri. En hvernig er menningin hér á landi? Stjórnmálamenn virðast sumir hverjir líta á það sem skyldu sína að koma í veg fyrir að stjórnvöld nái árangri. Ef fólk vill raunverulega breyta menningunni í stjórnmálum er fyrsta skrefið að óska nýrri ríkisstjórn góðs gengis. Að því búnu ættu menn að velta fyrir sér hvað þeir geta gert til að hjálpa henni að ná góðum árangri fyrir land og þjóð. Það hefur ekkert með puntudúkkur að gera.

Börkur Gunnarsson gerði útdráttinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin