fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

„Við viljum trúa því að orðum fylgi efndir og framkvæmdir“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. janúar 2017 15:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty
Mynd/Getty

Í stjórnarsáttmála sem ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undir forystu Bjarna Benediktssonar gaf út er ekki að finna ítarlegar tillögur um aðgerðir í ferðamálum. Síðustu ríkisstjórn og þáverandi ráðherra ferðamála, Ragnheiði Elínu Árnadóttur, var legið á hálsi fyrir aðgerðarleysi og skort á framtíðarsýn er varðar atvinnugrein sem orðin er stærsta tekjulind erlend gjaldeyris fyrir íslenskt samfélag. Hugmyndir um náttúrupassa voru lengi til umræðu en síðan slegnar út af borðinu og ekki hefur orðið sátt um lagningu skatta á flugmiða vegna andstöðu öflugra aðila í ferðaþjónustu.

Eins og áður sagði er ekki farið í smáatriði í stjórnarsáttmálanum en þar segir:

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála.

„Vægi ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar endurspeglist í verkefnum stjórnsýslunnar og langtímastefnumótun. Á næstu árum verður lögð áhersla á verkefni sem stuðla að samhæfðri stýringu ferðamála, áreiðanlegri gagnaöflun og rannsóknum, náttúruvernd, aukinni arðsemi greinarinnar, dreifingu ferðamanna um land allt og skynsamlegri gjaldtöku, t.d. með bílastæðagjöldum.“

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Sjálfstæðisflokki gegnir nú embætti ráðherra ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunar en hún er ný á þingi fyrir Norðvesturkjördæmi. Það er annað tveggja ráðuneyta sem mynda nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Lengi hefur verið kallað eftir því hjá aðilum í ferðaþjónustunni að sérstakt ráðuneyti verið sett á fót til að halda utan um þennan mikilvæga og sívaxandi málaflokk.

Fagna áherslu á umhverfismál og náttúruvernd

Eyjan ræddi við Helgu Árnadóttur framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar um áherslur nýrrar stjórnar í ferðamannamálum og breytingar á ráðuneytum sem gerðar hafa verið til að gera ferðamannaiðnaðinum hærra undir höfði innan stjórnkerfisins.

Þetta er nú kannski ekki nýtt ráðuneyti en það sýnir áherslubreytingu. Maður vill trúa því að það sé til marks um það að ráðuneytið ætli að leggja aukna áherslu á ferðamálin, við fögnum því.

Við fögnum líka áherslu á umhverfismál og náttúruvernd sem kemur vel fram í sáttmálanum sem og áherslu á öryggis- og löggæslumál. Svo virðist vera líka að samgönguráðuneytið eins og maður vill kalla það, það er líka aukin áhersla með breytingu og uppskiptingu gamla innanríkisráðuneytisins í annars vegar dómsmálaráðuneytið og hins vegar í samgönguráðuneytið. Það er líka til marks um að mínu viti aukna áherslu á samgöngumál sem að auðvitað skiptir okkur gríðarlega miklu máli og við fögnum auknum áherslum á uppbyggingu og viðhald samgangna,

Helga Árnadóttir
Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

segir Helga:

„Það er ýmislegt jákvætt en við viljum trúa því að orðum fylgi efndir og framkvæmdir enda liggur fyrir að það þarf að hefja stórsókn í uppbyggingu innviða gagnvart ferðaþjónustunni sem við höfum verið að kalla eftir.

Á síðasta kjörtímabili var stofnuð stjórnstöð ferðamála sem er samráðsvettvangur stjórnvalda og Samtaka íslenskra sveitarfélaga. Það er jákvætt að það hefur komið fram í máli bæði forsætisráðherra og nýs ferðamálaráðherra að það góða starf og sá samráðsvettvangur fái fulla athygli stjórnvalda. Það er auðvitað mjög mikilvægt, það er lykillinn að farsælli innviðauppbyggingu gagnvart ferðaþjónustunni.“

Byggja þarf upp þjónustuna áður en gjöld eru tekin

Sveitarfélög eru nú þegar farin að þrýsta á nýja ríkisstjórn að láta til sýn taka í uppbyggingu innviða en í bókun bæjarstjórnar Hafnafjarðar um Reykjanesbrautina frá því í morgun kemur fram skýr krafa á hendur samgönguyfirvöldum að ,,hefja nú þegar undirbúning að öllum framkvæmdum við brautina sem hafa verið á samgönguáætlun til margra ára án fjármagns. Það er mjög aðkallandi að ljúka framkvæmdum og tryggja umferðaröryggi vegfarenda á þeim hluta brautarinnar sem liggur í gegnum Hafnarfjörð þar sem umferðarþungi hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum og fer vaxandi.‘‘

Í sáttmálanum er til að mynda minnst á bílastæðagjöld sem nú hefur ferið komið á á Þingvöllum, er það eitthvað sem þið teljið að eigi að nýta víðar um land?

Við höfum talað fyrir gjaldtöku fyrir virðisaukandi þjónustu, líkt og bílastæðagjald eða salernisgjald og svo framvegis. Auðvitað þarf að byggja upp þjónustuna fyrst áður en að gjöld eru tekin. Þetta er alveg í línu við það og væntanlega mun ráðherrann skoða þessa fleti alla nánar en við höfum talað fyrir því að komið sé á fót gjaldtöku fyrir virðisaukandi þjónustu vegna þess að þá er líka hægt að dreifa álagi sem skiptir miklu máli sem og að stýra álagi innan svæða.

Þorvarður Pálsson – thorvardur@eyjan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin