Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Jón Gunnarsson eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn og Bjarni Benediktsson mun leiða hana. Kristján Þór verður mennta- og menningarmálaráðherra, Þórdís Kolbrún mun sjá um ferðamál, iðnað og nýsköpun í atvinnuvegaráðuneytinu og Jón fer með samgöngu-, fjarskipta- og byggðamál í innanríkisráðuneytinu. Sigríður Andersen fer með dómsmál í því ráðuneyti. Þá verður Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Unnur Brá Konráðsdóttir verður forseti Alþingis og Birgir Ármannsson þingflokksformaður.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, verður fjármálaráðherra í nýju ríkisstjórninni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verður landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og Þorsteinn Víglundsson verður félagsmálaráðherra.
Þingflokkur Bjartrar framtíðar samþykkti líka í kvöld ráðherraskipan í nýrri ríkisstjórn Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar.
Óttarr Proppé verður heilbrigðisráðherra og Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra.
Mbl.is virðist hafa verið fyrst með fréttirnar.
Börkur Gunnarsson