fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Sigmundur verður að læra að sitja á friðarstóli

Egill Helgason
Þriðjudaginn 9. júní 2015 17:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þyrfti að læra að njóta stundarinnar. Ríkisstjórn hans hefur náð mjög góðum áfanga – og það má Sigmundur eiga að hann var einna fyrstur til að færa í tal möguleikana á að ná fé út úr kröfuhöfum bankanna. Hann má semsagt vel við una. Það er meira að segja líklegt að þetta verði honum til fylgisaukningar. Eins og glöggur maður sagði við mig í morgun, Sigmundur sá fyrr en aðrir að þarna var pólitískur eldsmatur.

En stundum er eins og vanti einhvern stoppara í Sigmund. Hann skal alltaf velja átök þótt friður sé í boði – og friðurinn gæti í raun komið honum betur.

Hann kemur fram í fréttum Sky og fer að tala um ESB, að það hafi skipt sköpum fyrir Íslendinga að vera ekki í ESB.

Þessi yfirlýsing er einhvern veginn alveg óþörf – enda má fara lengra aftur í tímann og sjá að það hefði aldrei verið nein snjóhengja ef ekki hefði verið íslenska krónan og vonlaus stjórnun fjámála á fyrstu árum aldarinnar.

Það er heldur ekki eins og við séum laus við höft eða vandræði sem hljótast af krónunni. Halldór Baldursson túlkar þetta afskaplega vel í Fréttablaðinu í dag.

 

AR-150608955

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar