
Hugmyndin um kvennaþing er eitthvað sem er varpað fram – og allir vita að verður ekki að veruleika. Þessari hugmynd fylgir sem sagt enginn kostnaður, hún er ókeypis.
Það má vel vera að þessi hugmynd sé allt í lagi, en það er nú samt svo að í hópi mestu bardagahundanna og kjaftaskanna á þingi eru líka konur.
Hins vegar er önnur hugmynd sem hægt er að framkvæma, það þarf ekki mikið til, bara smá stjórnarskrárbreytingu.
Þetta er jöfnun atkvæðavægis milli kjördæma. Það er náttúrlega með öllu ólíðandi að sumir hafi meira en tvöfaldan atkvæðisrétt á við aðra og makalaust að það skuli enn tíðkast.
Á þetta hefur margoft verið bent, til dæmis í skýrslum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu um kosningarnar 2009 og 2013.