fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Þar sem trúin skipti engu máli

Egill Helgason
Föstudaginn 5. júní 2015 13:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt það hvimleiðasta í nútímanum er hvernig sífellt er verið að meta hlutina út frá trú og flokka fólk út frá trú. Íslendingar senda mosku sem framlag á Feneyjabiennalinn. Þetta vekur hjá manni djúprættan leiða fyrst og fremst – maður hélt eiginlega að allt svona ætti að vera búið.

Það reyndist vera misskilningur, trúin kom til baka á fullu um síðustu aldamót – nú sest maður inn í flugvél eða lest og ósjálfrátt fer hugurinn að pæla í því því hverrar trúar samferðarmenn eru. Það er aftur búið að troða þessum hvimleiðu viðmiðum inn í kollinn á manni.

En þetta var ekki svona. Á níunda áratug síðustu aldar var ég í alþjóðlegum blaðamannaskóla í París. Nemendurnir komu úr flestum heimsálfum. En það var aldrei spurt um trú. Ég man ekki til þess að hafi verið minnst á hana.

Þannig var þarna góð vinkona mín frá Indónesíu, við fórum stundum saman á tónleika, líklega var hún múslimi, en það kom aldrei til tals. Afríkumennirnir, aldrei vissi ég hverju þeir trúðu. Og Indverjarnir, þar af var einn svo góður vinur minn að hann kom hingað til Íslands – enn veit ég ekki hverrar trúar hann var.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar