

Alþjóðleg flugumferð í Ísland er orðin ótrúlega mikil, tækifærin til að komast til landsins og til að komast af landi brott, hafa aldrei verið jafn mikil. Þetta hefur gríðarlega þýðingu efnahagslega, og er auðvitað mjög sérstakt í ljósi þess að landsmenn eru aðeins 330 þúsund. Borgir með slíka íbúatölu erlendis eru yfirleitt mjög daufar.
Ef að líkum lætur á þetta enn eftir að vaxa. Það þýðir að enn þarf að byggja upp á Keflavíkurflugvelli – og svo er náttúrlega ein ráðgátan að slík stirfni skuli ríkja að innanlandsflug sé á engan hátt tengt við alla þessa traffík flugvéla til og frá landinu. Það sætir furðu. En menn virðast láta gott heita að erlendir ferðamenn noti ekki innanlandsflugið hér.
Hérna má sjá komur flugvéla til Keflavíkur í dag, 3. júní. Ferðirnar verða sennilega enn fleiri þegar líður á sumarið.
Það er svo gott að vita að auðvelt er að komast burt ef sumarið fer alveg í vaskinn – og engin verkföll til að stöðva mann.

