fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Össur: Djúsí viðtal

Egill Helgason
Föstudaginn 26. júní 2015 08:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa æst sig fjarskalega mikið yfir viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í DV. Ég er staddur í útlöndum og hef ekki lesið það. Rekur þó minni til að í DV hafi fyrir fáum vikum verið viðtal við Katrínu Jakobsdóttur – hún var líka á forsíðu blaðsins.

Össur Skarphéðinsson, sem má eiga að hann fer ekki troðnar slóðir, greinir viðtalið við Sigmund skemmtilega á Facebook:

Sjálfum fannst mér viðtalið við Sigmund Davíð hreint magnað. Kostir hans og gallar koma vel fram í því. Það er krúttlegt hvernig hann talar um litla dóttur sína. Beinlínis fallegt. Eiginlega staðfestir hann að meðal ráðgjafa forsætisráðherra eru bæði ritstjóri Moggans og forseti lýðveldisins. Það er sosum engin frétt. Var hann að gefa til kynna að fjárkúgunarmálið væri tengt einhverjum þræði við átökin um eignarhald á DV? Alla vega skaut Reyni Trausta upp í huga minn. Það er ekkert að því að formaður í stjórnmálaflokki skjóti á aðra flokka, en það er einhver duld í gangi gagnvart Árna Páli. Forsætisráðherrann telur að það sé dreift um sig mikið af sögum og fjandmenn sínir í hópi kröfuhafa dreifi skipulega um hann óhróðri. Er þetta ekki svolítið magnað? Hann m.a.s. safnar þessum sögum, og áformar að gera prívatlista yfir þær sem komast á topp-tíu…Hvar í heiminum eiga menn von á svona viðtali við forsætisráðherrann? Hvergi nema þar sem menn leggjast undir hnífinn hjá Kolbrúnu Bergþórsdóttur og opna sig upp á gátt… Þetta er eiginlega meira en djúsí. – Sjálfur held ég að þetta viðtal eigi af ýmsum ástæðum eftir að lifa langt inn í framtíðina. Líklega verður það svolítil klassík. Svo leggjast menn í hysteríu um alla feisbók. – Þið kunnið ekki gott að meta!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir aðventuna reyna mest á hjónabandið

Segir aðventuna reyna mest á hjónabandið