
Þetta er mikið umhugsunarefni.
Verkafólki fjölgar stórlega á þingi í Danmörku. Semsagt fólki sem mætti segja að sé alþýða.
Lengi töldu sósíalistar – og jú, og kommúnistar – sig tala fyrir slíkt fólk. Hér á Íslandi voru Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag.
En það kemur inn á þingið sem fulltrúar Danska þjóðarflokksins – semsagt hægri öfga.
Og í leiðinni má geta þess að í síðustu skoðanakönnun voru vinstri flokkarnir á Íslandi, þeir sem mynduðu síðustu ríkisstjórn, með samanlagt fylgi upp á 18,4 prósent.