fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Jacques Mer 1927-2015

Egill Helgason
Laugardaginn 20. júní 2015 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég frétti lát elskulegs vinar, Jacques Mer, sem var sendiherra Frakklands á Íslandi á árunum 1988-1992.

Jacques var einstaklega líflegur maður, og varla hafa samskipti þessara ríkja blómstrað í aðra tíð eins og á tíma hans.

Jacques stóð fyrir alls kyns uppákomum og skemmtilegheitum, frægast var þegar hann dreif forsetana Mitterrand og Vigdísi til að hlusta á Sykurmolana í Duus-húsi.

Hann var mjög óhefðbundinn diplómati. Algjörlega laus við öll formlegheit og hann hafði sérlega gaman af því að hafa ungt fólk í kringum sig.

Þegar vinnudegi lauk á skrifstofunni setti Jaccques Bubba Morthens á fóninn og stillti á hæsta.

Ég sakna þess að heyra ekki framar kveðjuna hans:

„Egill, quoi de neuf?“ Hvað er að frétta, Egill?

Svona ávarpaði hann mig bæði þegar við hittumst og í bréfum. Og hann meinti það, Jacques hafði raunverulegan áhuga á Íslandi. Hann skrifaði bækur og greinar um land og þjóð og var oft mjög snjall í greiningu sinni. Fáa hef ég hitt sem eru jafn kvikir í kollinum og Jacques. Hann var menntaður í hagfræði og sögu en hafði líka komið við í pólitík á sjöunda áratugnum.

Jacques var fæddur 1927. Hann hafði lengi átt við vanheilsu að stríða sem gerði honum erfitt að tjá sig. Eiginkona hans yndisleg og stórmerk er Jacqueline – henni sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Stundirnar sem við dvöldum í sumarhúsi þeirra hjóna í Normandí – ásamt geitinni Esmeröldu – eru ógleymanlegar.

 

images-13

Þessa mynd hef ég ekki séð fyrr, en þarna er Jacques Mer í kosningabaráttu í París á sjöunda áratugnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar