fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Eyjan

Píratar stærstir alls staðar nema á Norðvesturlandi – Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi í landbúnaðarkjördæmi

Egill Helgason
Þriðjudaginn 2. júní 2015 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður skoðanakannana halda áfram að vera stórmerkilegar – í þeim felst hávær krafa um miklar breytingar á íslenskum stjórnmálum.

RÚV fékk Gallup til að greina nýjustu skoðanakönnunina með tilliti til búsetu. Þar er margt sem kemur á óvart.

Píratar eru langstærstir í höfuðborginni, með 40,4 prósenta fylgi í Reykjavík norður. Þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki nema 18,8 prósent, en Framsókn 3,8 prósent.

Píratar eru meira en 8 prósentustigum hærri en Sjálfstæðisflokkurinn í höfuðvígi hans, Suðvesturkjördæmi. Útreikningar sýna að þar fengju Píratar 5 þingmenn, en Sjálfstæðisflokkurinn 2.

Sterkasta kjördæmi Sjálfstæðisflokksins er er núorðið mesta sveitahéraðið, Norðvesturkjördæmi. Þar er flokkurinn með 28,8 prósent. Þetta er líka sterkt kjördæmi Framsóknar sem fær 19,5 prósent. Norðvesturland er eina kjördæmið þar sem Píratar eru ekki stærstir.

Norðausturland er sterkasta kjördæmi Framsóknar. Þar hefur flokkurinn 20,8 prósent. En líka þar eru Píratar stærstir með 23,4 prósent.

Og loks er það Suðurkjördæmi og þar eru niðurstöðurnar sláandi. Píratar með 34,2 prósent.

Samfylking, VG og Björt framtíð virðast svo ekki eiga sér viðreisnar von samkvæmt þessari skoðanakönnun. Sérstaklega er merkilegt að sjá hrun Bjartrar framtíðar.

Við þetta má svo bæta könnun MMR frá því fyrir viku en þar kom í ljós að fylgi Pírata á aldursbilinu 18-29 ára er 44,5 prósent en fylgi Sjálfstæðisflokks hjá þessum aldurshópi 12,5 prósent.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar