fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Leiður gestur á kvennadegi

Egill Helgason
Föstudaginn 19. júní 2015 20:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er illt til þess að hugsa að Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sé að ávarpa ráðstefnu á Íslandi á sama tíma og gríska hagkerfið er endanlega að komast að þrotum.

Lagarde hefur rekið sérlega neikvæða stefnu gagnvart Grikklandi sem byggir á því að hægt sé að skera niður í hagkerfi og svelta það og ná samt að lyfta því. Þetta hefur reynst tóm tjara og afleiðingin er glötuð mannslíf, landflótti og fjöldaatvinnuleysi.

Þetta er spírall sem liggur stöðugt niðurávið.

Lagarde, gamall skjólstæðingur Nicolas Sarkozy, hefur reynst miklu verri forstjóri AGS en Dominique Strauss-Kahn, sem vissulega er mikill gallagripur, en eitursnjall á sínu sviði. Strauss-Kahn hefur sjálfur sagt að stefnan í Grikklandi sé röng.

Sumir héldu að AGS hefði skánað og litu þá til framgöngu sjóðsins á Íslandi. En Grikkland sýnir að sjóðurinn hefur ekkert breyst frá tímanum þegar hann varð móralskt gjaldþrota – Joseph Stiglitz hefur kallað stefnuna nútíma útgáfu af skuldafangelsi. AGS er enn þjónn fjármagnsaflanna.

Nú þarf leiðtogafund Evrópusambandsins til að ákveða örlög Grikkja. Ef niðurstaðan verður í anda Lagarde verður það stórkostlegur álitshnekkir fyrir ESB. Þjóð, sem tilheyrir þessu bandalagi sem á að tryggja frið og stöðugleika í álfunni, sogast þá líklega inn í algjört þrot og algjöra neyð.

Það verður félegt fyrir stuðningsmenn ESB að horfa á það. Líklega munu dúkka upp alls konar kenningar um hvað Grikkir séu latir og hvernig þeir lifa eins og sníkjudýr á öðrum Evrópuþjóðum. Der Spiegel hefur reyndar flett ofan af þessum þvættingi.

Lagarde talaði líklega bara af tjaldi í Reykjavík en það hefði þurft að baula á hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar