fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Sakleysislegt á að líta, en stórhættulegt

Egill Helgason
Sunnudaginn 14. júní 2015 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi mynd er tekin fyrr í dag í Pompei. Ég hef ekki komið þangað áður. Bara lesið helling um hamfarirnar þar árið 79. Það sem kemur einna mest á óvart er hversu eldfjallið, Vesúvíus, er sakleysislegt – og hvað það er nálægt.

Pompei sýnir að Rómverjar voru snjallir skipuleggjendur borga, en þeir vissu ekkert um eldfjallafræði. Grunaði ekki að Vesúvíus væri virkt eldfjall.

Skemmtilegasta bókin um Pompei er líklega samnefnd skáldsaga Roberts Harris. Eitt snjallræði hans er að hafa starfsmann vatnsveitunnar sem eina aðalsöguhetju. Hann er uppi í fjallinu að kanna veitumál þegar hann verður var við að eitthvað óvenjulegt er á seyði.

Svo er náttúrlega merkilegt að sjá þessa miklu byggð sem er í kringum virkt eldfjall. Þetta er þéttasta byggð kringum eldstöð í heiminum. Á svæðnu búa þrjár milljónir manna. Þetta getur farið illa – því sprengigos geta orðið í Vesúvíusi. Lýsingarnar á gosinu 79 eru rosalegar þá flæða eiturgufur og gjóska niður fjallshíðarnar og allt beinlínis stiknar og grefst svo undir.

En samt er fjallið svo sakleysislegt og náttúran í kring svo ægifögur með Napólíflóa, fjöllum og hæðum og trjágróðri sem nær lengst upp í hlíðarnar. Fjallið er þjóðgarður og hægt að ganga þangað upp.

Síðasta stóra gosið í Vesúvíusi var á árum heimstyrjaldarinnar, 1944.

 

1920552_10153443599195439_4829015903517091777_n

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar